Örvitinn

Blogglestur

Ég les öll blogg landsins og vil ekki gera upp á milli bloggara en ég ætlaði ekkert að segja frá því hér og nú.

Stundum horfi ég yfir öxlina á fólki sem ráfar inn á síðuna mína og fylgist með hegðun þess. Það getur verið fróðlegt. Ég sé hvaðan fólk kemur, hvaða greinar það skimar yfir, hvaða greinar það les og hvaða myndir vekja áhuga. Stundum sé ég líka þegar fólk byrjar að skrifa bloggfærslu með vísunum á mína síðu (fólk smellir á vísanir úr ritli) en hættir við að birta hana. Þá verð ég óskaplega forvitinn.

Mér finnst alltaf jafn undarlegt þegar einhver slysast inn á síðuna og les hana næstum því upp til agna en það gerist af og til, ég hef fylgst með fólki eyða klukkutímum í að ráfa um þetta bjánalega blogg. Fjandakornið, þetta röfl er ekki merkilegt og sjálfur myndi ég gefast upp á fimm mínútum ef þyrfti að þræla mér í gegnum þetta. Sérstaklega ef það væri meira af bloggfærslum í þessum dúr.

vefmál
Athugasemdir

Haukur - 31/10/08 00:26 #

Ég man þegar ég rakst á þetta fyrst hjá þér þá las ég mig í gegnum alla syrpuna um leikskólaprestinn. Mér fannst það áhugaverðara en önnur skrif hér um trúmál því að það var reynsla frá fyrstu hendi og athyglisverð barátta milli prinsippa og pragmatisma. Hefur ákveðna bókmenntalega vídd :)

Matti - 31/10/08 09:00 #

Já, ég skil það enda ákveðið þema í gangi þar. Það sama á við um ferðasögurnar. Ég verð meira að segja að játa að ég hef rennt fyrir leikskólaprestadálkinn sjálfur til að tékka á geðheilsu minni :-)

Eggert - 31/10/08 09:14 #

Örvitinn - þar sem vefurinn skoðar þig!

Matti - 31/10/08 09:42 #

Ég er að reyna að losna við vænisjúka lesendur ;-)

Óskar - 31/10/08 11:10 #

Ég segi eins og Haukur, ráfaði hingað fyrst af Vantrúarvefnum og datt inn í leikskólaprest ;-) las það allt og meira til... enda er ég að upplifa það núna því miður. Æi.. maður fær oft staðfestingu á eigin huxunum hérna og vonar að við séum ekki bara jafn klikkaðir ;-)

Matti - 31/10/08 14:25 #

Ég veit ekki með þig, en almannarómur segir að ég sé klikkaður umburðarlyndisfasisti og ekki lýgur almannarómur :-)