Örvitinn

Bjarni Harðarson mótmælir opinberu trúboði

Svo bregðast krosstré sem önnur tré, Bjarni Harðarson mótmælir trúboði í boði lýðveldisins.

Ég fagna sinnaskiptum Bjarna, batnandi fer fólki best að lifa. Að sjálfsögðu á hið opinbera ekki að stunda trúboð. Nú getum við Bjarni unnið saman að því að koma í veg fyrir opinbert trúboð. Mér finnst frábært að hafa einn öflugasta gagnrýnanda og andstæðing Framsóknarflokksins sem samherja.

Eldri færslur sem þessu tengjast:

ps. Þó þessar bloggfærslur séu harðorðar tek ég allt til baka nú þegar ég og Bjarni erum orðnir bræður í baráttunni. Kannski er vert að taka einnig fram hér og nú að ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og Evrunni, er alveg til í að skoða þau mál ólíkt Bjarna.

dylgjublogg pólitík