Örvitinn

Ekki taka mark á Guðmundi Magnússyni

Guðmundur Magnússon er einn þeirra sem bloggar mikið þessa dagana. Ég sé á blogggáttinni að margir lesa skrif hans.

Ég vil biðja ykkur um að taka ekki mark á Guðmundi.

Í fyrra skrifaði Guðmundur sandkornspistla um Vantrú sem voru furðulegur áróður fyrir ríkiskirkjuna. Ég sendi Guðmundi tvo tölvupósta þar sem ég reyndi að leiðrétta rangfærslurnar en hann svaraði aldrei, hafði ekki manndóm til þess (auk þess að það hentaði ekki fyrir spunann).

Hér eru póstarnir sem ég sendi Guðmundi.

from Matthías Ásgeirsson
to gm@dv.is
date Thu, Nov 29, 2007 at 5:24 PM
subject Ágengir og umburðarlausir minnihlutahópar

Sæll Guðmundur.

Þú skrifar á dv.is [http://www.dv.is/sandkorn/2007/11/29/getur-thjodkirkjan-snuid-vorn-i-sokn/]

"Það er kominn tími til að íslenska þjóðkirkjan snúi vörn í sókn í stað þess að láta ágenga og umburðarlausa minnihlutahópa valta yfir sig aftur og aftur."

Nú er ég einn af þeim sem hef mótmælt kristniboði Ríkiskirkjunnar í opinberum leik- og grunnskólum. Aldrei hef ég samt mótmælt því að foreldrar geti farið með börnin sín í kirkjuna, t.d. í sunnudagaskóla.

Ríkiskirkjan hefur sérstöðu hér á landi, fær gríðarlegt fjármagn og hefur komið sér fyrir víða í þjóðfélaginu.

Gætir þú útskýrt fyrir mér hvernig það er ágengt umburðarleysi af minni hálfu að vilja [koma í veg fyrir] að trúboð sé stundað í opinberum leikskóla.

Þú mættir einnig segja mér hve stór hópur þarf að vera til að taka þurfi mark á honum. Er ekki raunin sú að mörg framfaramál í gegnum tíðina hafa verið leidd af litlum hópi "öfgamanna" eins það hefur þá verið kallað. T.d. réttindi kvenna, afnám þrælahalds og fleiri álíka mál.

Fjölmiðlafólk ber vissa ábyrgð. Mér finnst leitt að sjá hve margir fjölmiðlamenn eru tilbúnir til að gaspra um þessi mál án þess að kynna sér það.

Það er ekkert öfgakennt við að mótamæla nýtilkomnu trúboð í leikskólum (hófst árið 2002 í Seljahverfi) og grunnskólum (Vinaleið hófst í Garðabæ í fyrra).

Á normið hugsanlega bara að vera það að Ríkiskirkjan ræður og hinir eiga að halda kjafti?

kv.

Matthías Ásgeirsson
formaður Vantrúar
http://www.örvitinn.com

Guðmundur svaraði mér ekki en birti þessa færslu á dv síðar um kvöldið.

Ég sendi honum annan póst morguninn eftir.

from Matthías Ásgeirsson
to gm@dv.is
date Fri, Nov 30, 2007 at 9:34 AM
subject Umræðan um kristnina

Þar sem þú virðist hafa mikinn áhuga á trúmálaumræðunni sem nú er í gangi langar mér að benda þér á vantrúargrein dagsins

Kúgun duglega minnihlutahópsins - http://www.vantru.is/2007/11/30/08.00/

Ég geri ráð fyrir að þú vísir á hana, varla er það stefna þín að fjalla einungis um aðra hlið málsins. Ég geri ráð fyrir að DV sé enn frjáls og óháður fjölmiðill.

Finnst þér engu máli skipta að talsmenn kristninnar segja ítrekað ósatt þessa dagana. Umræðan byggist á ósannindum og ýkjum til að skrumskæla málflutning þeirra sem mótmæla trúboði (ekki kennslu um trú) í leik- og grunnskólum.

Það er auðvelt að afgreiða þá fólk sem öfgamenn ef þú nennir ekki einu sinni að kynna þér málstað þeirra.

kv.

Matthías Ásgeirsson

Guðmundur vísaði ekki á vantrúargreinina og svaraði aldrei tölvupósti. Hann var þá í spuna fyrir ríkiskirkjuna, spurningin er fyrir hvern hann vinnur í dag.

Já, ég get verið afskaplega langrækinn. Þessi pistill varð til vegna þess að ég rambaði inn á fyrri DV færsluna.

dylgjublogg
Athugasemdir

Valdís - 21/10/08 11:18 #

Hmm... Maðurinn hefur ekki einusinni áttað sig á því að við höfum ekki haft fóstrur í mörg ár, ekki einusinni í Breiðholtinu. Þau heita leikskólakennarar og hafa heitið í þónokkurn tíma.