Örvitinn

Ættarmót undir Eyjafjöllum

útsýniVið fórum á ættarmót um helgina. Eins og síðustu tvö ár var ættarmótið haldið á Drangsnesi, rétt hjá Skógum.

Við ókum austur á föstudagskvöld. Stoppuðum á Hellu og fengum okkur kvöldmat á veitingastaðnum Við ána. Þar fékk ég fína folaldasteik. Mæli með því frekar en bensínstöðvaborgara.

Á laugardag skelltum ég og Stebbi okkur á Hellu og horfðum á Liverpool - Everton leikinn á Kanslaranum. Fengum okkur sveittan borgara með. Þegar við komum til baka horfðum við svo á seinni hálfleik Íslands og Frakklands. Hrikalega voru stelpurnar okkar nálægt þessu.

Seinni partinn skellti ég mér í fjallgöngu í rigningu og roki. Stundum stytti upp og sólin skein í smá stund.

Á laugardagskvöld var matarveisla. Ég eldaði ekkert í þetta skipti en bar ábyrgð á ofninum óskiljanlega. Át gríðarlega mikið og drakk dálítið með. Fórum þokkalega snemma í bælið.

Hér eru fáeinar myndir.

dagbók
Athugasemdir

Arnold - 28/09/08 21:24 #

DSC_1605 er stórfengleg. Mögnuð birta og flott landslag.

Matti - 28/09/08 21:33 #

Takk takk. Þetta eru þrjár myndir settar saman með Photoshop. Ég kann ekkert á þetta hdr dæmi þannig að þetta er bara eitthvað sull.

Már - 28/09/08 22:49 #

Haha, ég ætlaði einmitt að segja að mér þætti birtan í þessari mynd alveg skítflöt og asnaleg. (rétt eins og hún verður oftast hjá mér þegar ég hef rembist við HDR samsetningar :-)

Það vantar einhvern veginn allan kontrast í senuna - sérstaklega fjallið sem sólin sest á bak við.

Ég mundi reyna að fá dýpri skugga í alla myndina og leyfa himnninum að dekkjast aðeins til vinstri - eins og hann var eflaust í raun og veru.

Matti - 28/09/08 23:02 #

Ég er alltaf sammála öllum kommentum :-)

Hér er "ekki-hdr" útgáfa, þ.e.a.s. bara eitt exposure, smá shadows-highlights (20%), minnkað, LAB kúrvur og smart sharpen.

N.b. allar myndir dagsins eru unnar á afskaplega stuttum tíma. Ég nenni ekki að vanda mig.

Már - 28/09/08 23:08 #

Mér finnst þessi útgáfa þykir mér betri - þótt vissulega sé hún slatti yfirlýst í kringum sólina.

Ég efast samt ekki um að með það væri hægt að setja saman "flottustu útgáfu" með einhverjum wicked HDR klókindum.

Arnold - 28/09/08 23:33 #

Breytir ekki hvor útgáfan er valin. Birtan er flott og senan glæsileg. Þetta er eins og að bulla um hvort "Tíminn og vatnið" eftir Stein Steinar væri betra eða verra ljóð ef það væri prentað með aðeins ljósara eða dekkra bleki á pappírinn.

Matti - 29/09/08 00:05 #

Hvað um það :-)

Arnold, ég setti þessa mynd sérstaklega inn fyrir þig ;-)

Setti meira að segja 100% krop algjörlega óunnið.

Arnold - 29/09/08 00:22 #

Það er eitt að tal um græjur og annað að tala um myndir. Alveg eins og að tala um papír annars vegar og það sem er prentað á hann hins vegar.

Matti hvort heldur þú að Halldósr Laxnes virki betur á 80gramma pappír eða 180gramma?

Henri Cartier-Bresson tók næstum allar sínar myndir á 50mm linsu. En hvaða máli skiptir það? Ekki er maður að spá í það þegar maður skoðar myndirnar hans. Fullt af fólki átti Leica og 50mm linsu á þesum tíma en tók bara drasl myndir. Þú skilur hvað ég er að fara ;)

Stella Artois er ágætur bjór.

Sigurjón - 29/09/08 07:04 #

Vissulega getur verið undarlegt að horfa upp á fólk missa sig svo í græjupælingum að myndefnið hættir að skipta máli, ég held (vona) að þú hafir verið að meina það Arnold, ef svo er þá er ég algjörlega sammála.

Hinsvegar finnst mér samlíking þín á kveðskap og ljósmyndun vera afskaplega þunn, þar sem við erum að tala um tvo gerólíka miðla sem mér finnst alls ekki er hægt að bera saman með þessum hætti.

Túlkun þín (myndskreyting) á ljóði fer fram í hausnum á þér og er að flestu leyti óháð framsetningu ljóðsins (pappírstegund, blek og svo framv.)

Aftur á móti getur þú túlkað ljósmynd á marga mismunandi vegu eftir því hvernig hún er framsett. Mynd án skugga (eins og HDR-drasl vill oft verða) hefur þér aðra túlkun heldur en sama mynd með skuggum, líf okkar inniheldur nefnilega skugga og því ættum við að tengja betur við mynd sem inniheldur skugga. Bara með þessa mynd hjá Matta þá finnst mér persónulega "senan" og sérstaklega birtan komast mun betur til skila í seinni myndinni sem Matti póstar heldur í þeirri fyrri, þar fór hún (birtan) gjörsamlega forgörðum.

Þannig að ég get aldrei verið sammála þér að mynd sé bara mynd, sama hvernig hún er borin fram.

Arnold - 29/09/08 07:32 #

En myndin er ekki betri þó hún sé 5% ljósari eða ekki. Það er punkturinn. Myndin er aldrei betri en það sem hún er af. Það eru til tæknilega slappir ljósmyndarar en eru þó mikið betri ljósmyndarar en margir sem eru með allt tæknistöffið á hreinu. Pottþétta lýsingu o.s.frv.

Ég er sammál því að HDR er oftast misnotað. Dæmigert til að redda lélegri mynd (og eyðileggja góðar) sem kemur aftur að því sem ég var að reyna að benda á . Ef mynd er léleg þá er hún afram léleg sama hvort menn noti á hana HDR eða eitthvað annað.

Ég stend við mína samlíkingu. Finnst þetta tal hjá þér um framsetningu myndarinnar ofmetið. Auðvitað hefur það áhrif en myndefnið og myndbygging er það sem gerir myndina. En við getum svo sem rifist um þetta endalaust.

Már - 29/09/08 09:04 #

Arnold, ég er sammála því að með smá ímyndunarafli má sjá að senan sem Matti var að ljósmynda var augljóslega gullfalleg...

Hins vegar finnst mér myndin ein og sér (fyrsta útgáfan) ekki ná að skila þessu tilfinningalega impacti sem Matti var áræðanlega eltast við að endurskapa.

Það sem gerir svona stað og stund jafn magnaða og raun ber vitni, er að miklu leyti birtan - öfgakennt samspil bæði lita, en ekki síður ljóss og skugga.

Þetta samspil fannst mér deyja/tapast í þessari ákveðnu HDR tilraun.

Sigurjón - 29/09/08 10:44 #

Ok, við erum sammála um að HDR er drasl, það er gott.

Restin verðum við bara að vera ósammála um.

Matti - 29/09/08 15:05 #

Ég lít á hdr sem aðferði til að ná sem mestu "dynamic range" út úr myndefni. Ég kann ekkert á slíka vinnslu og oft sér maður ógurlegt litasukk í slíkum myndum - en ég var fyrst og fremst að leitast eftir því að ná öllu sem ég sá þarna, allt frá sólsetri að skuggasvæðum í hlíð.