Urð og grjót
Fór í smá fjallgöngu í gær. Hlíðin var ekki löng en ansi brött. Ég þurfti að taka nokkrar hvíldarpásur - mundaði þá myndavélina.
Lokakaflann studdist ég við kaðal sem festur var við klett.
Komst svo ekki upp á fjallið, hefði þurft að klifra tveggja metra lóðréttan klettavegg. Lét það eiga sig, það hefði getað endað illa.
Hafði áhyggjur af því að ég myndi lenda í sjálfheldu en leiðin niður var auðveld.
Birgir Baldursson - 28/09/08 15:23 #
Hvaða fjall var þetta?
Sigurdór - 29/09/08 13:34 #
Kúl.
Ég á enn eftir að rölta þarna upp. Mér skilst skv. móður minni, sem ólst upp þarna rétt hjá og gekk í skóla að Skógum, að kennarar hefðu stundum brotið upp kennslu með því að rölta þarna uppeftir (á Drangshlíðartind). En þú fórst væntanlega bæjarmegin (Drangshlíð)? Mig minnir að það sé önnur leið nær Skógum... þarf að spyrja gömlu betur um þetta. :)