Örvitinn

Áhrif bloggsins

Fyrir rúmri viku bloggaði ég um að Guðni Ágústsson hefði breytt þingræðu á netinu. Eyjan vísaði á bloggfærsluna, vísir fjallaði um málið og fékk Guðna til að játa. Daginn eftir var umfjöllun í Fréttablaðinu og fleiri bloggarar fjölluðu um þetta. B2 vísaði á bloggfærsluna en tók vísunina út.

Í kvöld sendi Sagnfræðingafélag Íslands bréf til forseta Alþingis og fréttatilkynningu til fjölmiðla vegna málsins Vonandi verður eitthvað um það í fjölmiðlum á morgun.

Mér finnst þetta dálítið skemmtilegt. Allt þetta bara vegna þess að ég þurfti að rifja upp þingræður um leik- og grunnskólalög. Ef ég (og hugsanlega einhverjir aðrir trúleysingjar) hefðum ekki verið að horfa á þær umræður hefðu ummæli Guðna eflaust ekki vakið nokkra athygli og fölsunin gengið upp.

dagbók
Athugasemdir