Örvitinn

Vísun b2 hvarf!

Tók eftir því í morgun að b2 vísaði á bloggfærsluna um fegrunina á ræðu Guðna Ágústssonar. Rétt í þessu sá ég að vísunin er horfin af b2! Fyrsta heimsókn frá b2 kom klukkan 10:00, sú síðasta 12:45. Á tæpum þremur tímum komu 778 heimsóknir þessa leið.

Mér finnst þetta undarlegt, er algengt að vísanir fari inn á b2 og séu svo teknar út aftur eða er Framsóknarflokkurinn með ítök víða? :-)

Ég myndi spyrja umsjónarmenn síðunnar en finn engar upplýsingar á síðunni.

vefmál
Athugasemdir

Matti - 29/08/08 09:42 #

Ég sendi vísun á þessa færslu til b2 með beiðni um að þau gerðu athugasemd. A.m.k. einn aðili frá þeim hefur skoðað færsluna en enginn hefur séð ástæðu til að svara.

Bragi - 29/08/08 11:03 #

Er það ekki Friðbjörn Orri frjálshyggjupostuli sem er eigandi síðunnar? Eins og mig minnir það.

Matti - 29/08/08 13:29 #

Nei, b2 vísaði beint á bloggfærslu mína. Dæmi úr server loggum (síðasta heimsóknin frá b2 á þessa tilteknu bloggfærslu, ip tala yfirskrifuð):

13:34:33 XXX.uk /2008/08/26/12.45/ "http://www.b2.is/?sida=tengill&id=294816" UIntelMacOSX10.4en-USrv:1.9.0.1)Gecko/2008070206Firefox/3.0.1"

Vefslóðin á minni síðu er semsagt: http://www.orvitinn.com/2008/08/26/12.45/ og vísun b2 sem nú skilar engu: http://www.b2.is/?sida=tengill&id=294816

Eyjan vísaði fyrst á bloggfærsluna, svo kom fréttin á Vísi sem nefndi mig en vísaði ekki á síðuna, í gærmorgun frétt í Fréttablaðinu um málið þar sem hvergi var minnst á mig og að lokum vísun frá b2. Mér finnst bara skrítið að þessi vísun hafi verið tekin út. Ætla ekkert að halda því fram að um samsæri sé að ræða en vildi gjarnan heyra skýringu því kannski er einhver eðlileg skýring á því.

Halli - 05/09/08 11:37 #

Svolítið síðbúið komment - í B2 rammanum sem myndast utan um tilvísaðar síður er hægt að velja mishreinan klósettpappír, eins konar einkunnarkerfi.

Getur kannski verið að unga fólkið hafi gefið skít í færsluna þína (valið svartasta tojletpappírinn) og tengillinn þannig dottið út? Ég meina, færslan var um Alþingi, lög, skóla og Guðna Ágústsson. Ekki beint það sem 14 ára unglingspiltar hugsa mest um.

Matti - 05/09/08 11:53 #

Já, það er hugsanlegt. Virkar B2 kerfið þannig að óvinsælar vísanir hverfa af síðunni?

Halli - 06/09/08 17:55 #

Ég gæti trúað því að það sé tilgangurinn með þessu einkunnakerfi, án þess að hafa tekið sérstaklega eftir því að tenglar sem ég hef gefið kúkaeinkunn hafi horfið.