Allt farið í gang
Jæja, allar stelpurnar á heimilinu fóru með bækur og nesti í skólann í dag. Fimleikarnir byrja hjá Ingu Maríu klukkan fimm og Kolla fer á fótboltaæfingu hálftíma fyrr. Fengum póst frá balletinu, Kolla verður þrisvar í viku klukkan þrjú. Nú vonum við að það skarist ekki við tónlistarskólann.
Vonandi verður dagur góður hjá þeim öllum. Þetta verður nokkur breyting hjá Ingu Maríu þar sem hún fær nýjan kennara og fer á nýjan stað í skólanum, Kolla færir sig upp um eina hæð. Báðar munu þær fá heitan mat í hádeginu sem verður svakalegur munur, nestisumstang mun minnka verulega. Helsta stressið er að þær mæli sér mót eftir skólann svo þær labbi heim saman. Ég held það klikki ekki.
Þetta er semsagt allt komið í gang og ég þarf að fara að koma mér fyrr í bælið fyrr að sofa á kvöldin.
Umferðin var þétt í morgun og fá bílastæði laus við vinnuna korteri fyrir níu.
Sirrý - 26/08/08 12:07 #
Það er alltaf gott að detta í rútínuna aftur. Mikil verður hún Kolla upptekin í vetur ? Æfingar 5 sinnum í viku og tónlistarskóli ? Er hún að fara í grunnnám í tónlistaskólanum ?