Nikon N5005
Ekki er nóg með að ég hafi eignast eina full frame myndavél heldur fékk ég aðra lánaða.
Ásmundur og Harpa eiga þessa Nikon N5005 vél. Með vélinni fylgdi quantaray 35-80 linsa sem ég geri ekki ráð fyrir að nota mikið en hún passar þó á D700 og þessi mynd er tekin með henni.
Keypti eina kodak litfilmu og ætla að taka nokkra ramma á næstunni. Tók eina mynd í kvöld. tími varla að smella af :-) Þess má geta að ég kann ekkert á þessa vél og hef engar leiðbeiningar. Held ég hafi þó fattað hvernig ég set vélina í ljósopsstillingu - en það kemur í ljós þegar ég læt framkalla filmuna. Svo er bara spurning hvort ég þori að kaupa svarthvíta filmu og framkalla sjálfur.
ps. Mynd af svartri myndvél á stofuborði tekin á iso3600 og maður er ekkert að spá í því!
SG - 27/08/08 00:35 #
3600 ! Yikes.
Matti - 27/08/08 01:17 #
Má bjóða ykkur iso 5600 með töluverðum kúrfum sem juku noise nokkuð. Myndin er minnkuð og skerpt en fjandakornið, þetta er bara skemmtilegt.
Inga María kom semsagt niður í kvöld og svaf í sófanum meðan sjónvarpsþátturinn kláraðist. Ég bara hana svo upp.
Sjálfur er ég andvaka, búinn að gera tilraun til að sofna.