Bíltúr
Ég, Kolla og Inga María skelltum okkur í smá bíltúr í gær. Byrjuðum hjá foreldrum mínum í Hafnafirði þar sem ég hafði gleymt jakkanum mínum kvöldið áður. Fórum í Bónus og versluðum. Ókum þvínæst Krísuvíkurveg þar sem við tókum vinstri beygju út á merktan vegslóða handan við Vatnsskarð og ókum hann þar til við komum að veginum til Bláfjalla [417]. Stoppuðum á miðri leið og borðuðum nesti og týndum ber í laut. Einu kennileitin á Garmin kortinu eru Háuhnúkar og Undirhlíðar, ég átta mig ekki á því hvort leiðin liggur um Breiðdal eða hvort hann er næsti dalur við. Ætluðum að stoppa við vatn á miðri leið en það er vatnslaust.
Slóðinn er ansi grófur, ég fór einu sinni úr bílnum til að færa grjót. Ég er ekki mikill jeppakall en þetta var samt dálítið skemmtilegt og jepplingurinn dugði. Stelpunum fannst stórfínt að fara í torfærur, vissu að móðir þeirra hefði aldrei tekið í mál að fara alla leið. Þetta gerum við þegar hún neyðist til að vinna á sunnudegi.