Laugardalslaug
Ég kíkti með stelpurnar í Laugardalslaug eftir hádegisboltann. Þær björguðu sér að sjálfsögðu í kvennaklefanum. Það er dálítið langt síðan ég fór síðast í Laugardalslaug sem sannast að því að fyrst fór ég að gamla innganginum en kom að luktum dyrum.
Rennibrautin var lokuð. Ég sá ekki að það væri tekið fram nokkurs staðar. Finnst það dálítið stórt mál fyrir krakkana. Laugardalslaug er nefnilega ekkert rosalega spennandi miðað við margar nýjar sundlaugar. Ágæt fyrir þá sem vilja synda og eflaust eru heitu pottarnir nokkuð góðir en það er ekki nóg um að vera fyrir krakka.
Ég sólaði mig meðan stelpurnar busluðu. Keypti sólarvörn í miðasölunni og bar á stelpurnar áður en þær fóru út. Það var ekki alveg ókeypis. Rúmlega 1.400,- kr. fyrir sólarvörn nr. 30. Ég get sjálfum mér um kennt, nóg til af sólarvörn hér heima en ég áttaði mig ekki á því hvað veðrið var gott þegar við fórum út.
Þess má geta að Morgunblaðið gat afhroð í hádegisboltanum. Ég skoraði sex mörk af tíu í stórsigri hinna. Niðurlægingar verða varla verri en þegar ég rúlla inn mörkum.
Ingi Magnússon - 30/07/08 09:52 #
Er ekki málið að taka eina æfingu með Henson eftir svona árangur?
Kveðja Ingi