Örvitinn

Spörð

Inga María og Linda eftir æfingu í gærÉg mætti og horfði á æfinguna í gær. Kolla var ekki með vegna veikinda en Inga María var mætt. Tók meira að segja dálítið þátt þegar ég horfði.

Ég var á svæðinu vegna foreldrafundar. Næstu helgi taka stelpurnar þátt í fótboltamóti á Sauðárkróki og nú var verið að ganga frá lausum endum.

Eftir fund horfði ég á restina af æfingunni og dundaði mér við að taka myndir, með 80-200 linsunni og 10-20 linsunni. Svo tók ég þessa af Ingu Maríu og Lindu vinkonu hennar. Var að dunda mér með þráðlaust flass og strobist pælingar. Ég er eiginlega alveg á því að manual exposure sé það eina sem gildir þegar maður er að taka fótboltamyndir, mér finnst ljósmælirinn stundum ekki nægilega stabíll við slíkar tökur. Negla bara shutter í 1/200-400 og ljósop og iso eftir því.

Ég þarf að fara að leggja mig eitthvað fram við ljósmyndun, reyna að læra eitthvað og bæta mig. Passa að ég sé ekki bara fastur í einhverjum endalausum græjulosta. Talandi um græjulosta, ég er orðinn dálítið spenntur fyrir Nikon D700 sem hugsanlega er ekki einu sinni til - eða verður kynnt um mánaðarmót. Hemjum græjulostann.

Spánverjar unnu Rússa, nú þurfa þeir bara að klára Þjóðverja í úrslitaleik og þá er rauðvínspotturinn minn. Reyndar er einn annar möguleiki í stöðunn ef Spánverjar vinna og Fabregas verður valinn maður mótsins tekur Kolli yngri pottinn. Þá mun ég reyndar murka úr honum líftóruna og fæ pottinn hvort sem er. Hann fékk síðasta rauðvínspott og það dugar.

Ég neita að blogga um ísbirni, fall krónunnar og lesbískar landsliðskonur blah.

dagbók
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 26/06/08 23:45 #

Ég sem hélt að fordómarnir sem var talað um á forsíðunni væru fordómar gegn kvennabolta. :P

Magnús - 27/06/08 11:28 #

Er það nokkuð bara ég sem finnst þessar yfirstrikanir ekki ganga alveg upp?

Matti - 27/06/08 12:42 #

Þetta á að vera grín - eflaust gekk það ekki upp.

Þórður Ingvarsson - 27/06/08 19:56 #

Það hefur ekki sést næstum í hugsanlegan hvítabjörn í rúmlega tvo daga. Þetta er áhyggjumál.

Matti - 27/06/08 21:26 #

Hafið ekki áhyggjur, ég er mættur á hvítbjarnaslóðir og ætla að redda málinu.