Grænn dagur
Áfram héldum við í garðinum í dag. Ég kláraði að slá og svo réðst ég á kerfil og annan arfa. Lá í beðinu í dágóðan tíma. Unglingurinn samþykkti ekki þau rök að hún væri atvinnumanneskjan í þessu fagi á heimilinu og hélt sig inni. Mikið óskaplega var mikil blíða í garðinum í Bakkaselinu.
Fórum svo góða ferð á Sorpu með garðúrgang, tómar flöskur og annað drasl. Versluðum í kvöldmatinn í nýju Krónubúðinni í Kópavogi.
Ég er búinn að hnoða deig í nan brauð og er núna að taka út verðskuldaða hvíld.
teitur atlason - 22/06/08 18:34 #
áttu uffskriftina af nan-brauði? Það er hörku gott svona framandi bryði.
Matti - 22/06/08 19:09 #
Uppskrift úr grillblaði Gestgjafans 2007 eftir minni.
- 350gr hveiti
- 1.5 dl hrein jógúrt
- 1 tsk salt
- 1 msk þurrger
- 1/2 tsk lyftiduft
- 1.5 dl volg mjólk
- Bráðið smjör
Volg mjólk í skál, ger og sykur út í þar til gerið leysist upp. Bæta öllu saman við, hnoða og láta hefast í 40 mín. Gera 10 þunnar kökur, láta hefast í 30 mín. Grilla í stuttan tíma báðum megin (brauðið lyftir sér og verður gulbrúnt). Pensla með smjörinu. Passa að grilla brauðið ekki of lengi því þá verður það hart, taka það af grillinu þegar það er orðið ljósbrúnt báðum megin.
Jón Magnús - 16/05/10 23:50 #
Þú ættir að prófa að nota hreint skyr í staðinn fyrir jógúrt því það er mun líkara indversku jógúrti en því íslenska. Allavega væri gaman að sjá hver niðurstaðan væri úr því.