Firefox 3
Var að enda við að setja Firefox3 upp á ferðavélinni. Virkar fínt en ekki gekk að uppfæra viðbæturnar. Ég verð að hafa Firebug á vélinni - vonandi virkar setupið fyrir það bráðlega. Er líka orðinn dálítið háður íslensku orðabókinni.
Nýi slóðaglugginn (e: address bar) virðist ansi flottur og við fyrstu prófanir finnst mér gmail miklu snarpari.
Það virðist heilmargt hafa verið endurbætt í þessari útgáfu, ég er spenntur að sjá hvernig minnismeðhöndlunin virkar. Firefox átti það til að nota afskaplega mikið minni.
Jón Arnar - 18/06/08 20:04 #
Þú getur sett inn FireBug 1.2 héðan: http://justtalkaboutweb.com/2008/02/11/firebug-for-firefox-3/, eða beint á http://justtalkaboutweb.com/downloads/firebug_1.2.0a30X.xpi.
Það virkar fínt hjá mér á Firefox 3..
Matti - 18/06/08 20:15 #
Þakka þér fyrir, þetta virkar. http://getfirebug.com virðist ekki vera í lagi um þessar mundir.
bjarni m - 19/06/08 01:14 #
Mér hefur sýnst hann nota minna af minninu og já finnst gmail töluvert sneggri enda gerður þeir víst einhverjar breytingar sem átti að gagnast þar (og fleir sambærilegum síðum)
Ef ég má vera svo djarfur, hvað gerir Firebug?