Rúnkið
Birgir er byrjaður að blogga aftur og hefur leikinn með látum í rúnkfærslu dauðans.
Það er áhugavert að spá í muninum á rúnkbloggi karla og kvenna. Þegar anna.is bloggar um víbradorinn sinn eða tott og steik kippa sér fáir upp við það enda er það bara sætt. Ég veit ekki hvort það yrði vinsælt ef ég bloggaði um að ég myndi sleikja konuna mína ef hún myndi þvo íþróttafötin mín (sem hún gerir reglulega - og ég).
Konur mega glápa á unga fáklædda menn og segja frá því en hætt er við því að ef karlar á miðjum aldri segðu frá því sama yrðu einhverjir hneykslaðir.
Auðvitað eigum við öll að tala um þetta hispurslaust.
Annars fékk ég svona múffu/gervipíku í tvítugsafmælisgjöf frá "vinum" mínum. Prófaði hana í eitt eða tvö skipti og fannst hún ekkert miklu merkilegri en höndin - auk þess fylgdi þessu leiðinda sóðaskapur. Skyldi hana eftir í herberginu þegar ég flutti að heiman. Eflaust hefur hún endað á haugunum í einhverjum flutningum.
Ásgeir - 16/06/08 16:42 #
Þetta er merkilegur „double-standard“ sem Biggi bendir á, og þú. Hver skyldi ástæðan vera fyrir þessu?
Matti - 16/06/08 16:47 #
Graðir karlar eru ógeðslegir perrar, sérstaklega ef þeir hugsa um ungar konur. Graðar konur eru sjálfstæðar og töff. Mér finnst Nanna fjalla ágætlega um þann flöt á þessu.
Þórður Ingvarsson - 16/06/08 16:53 #
Hvað með graða karla sem hugsa um unga fáklædda menn? Er það ekki dauðasök?
Matti - 16/06/08 16:58 #
Ég veit ekki með karlana, við verðum náttúrulega að setja einhver eðlileg neðri mörk. Samkynhneigð par þar sem sá eldri er 50 og sá yngri er 20 væri hugsanlega miklu minna tabú en ef um gagnkynhneigt par væri að ræða og karlinn væri eldri.
En hvað veit ég, kannski er þetta bara bull og allir ógeðslega líbó.
Ásgeir - 16/06/08 17:15 #
Þetta er góður pistill hjá Nönnu. Karlmenn og konur eru ekki ólík þegar kemur að þessu. Þetta er nákvæmlega eins.