Stefán Friðrik, fyrirgefðu mér
Ég er miður mín, brotinn maðurinn, ónýt sál. Hvað get ég sagt á þessum sorgardegi.
Einn virtasti álitsgjafi landsins ákvað að birta ekki athugasemd mína á bloggsíðu sinni. Ég er ekki nógu góður fyrir hann :-(
Ég gerði litla athugasemd við færslu hans um dýflissu Guðmundar í Byrginu. Athugasemdin var einföld, ég spurði Stefán Friðrik einfaldlega hverju hann bætti við fréttina sem hann bloggaði við.
Stefán Friðrik, fyrirgefðu mér. Taktu mig í sátt, gerðu það. Gerðu það. Fjandakornið maður, ég er hægrisinnaður og alinn upp í Garðabænum, er ég þá ekki í klíkunni. Stefán, hvernig getur þú gert mér þetta bloggbróðir. Stefááááááááán.
Siggi Óla - 10/05/08 00:29 #
Hvers lags dónaskapur er þetta eiginlega Matti?
Að dylgja um að einn af kóngun og helstu kanónum moggabloggsins sé með innihaldsrýrar færslur!
Auðvitað á hann ekki að birta þessa athugasemd þína, og sem meira er, hann ætti bara að banna þig algjörlega :)
hildigunnur - 10/05/08 01:16 #
mwahahaha :D
ekki að ég skilji hvers vegna fólk er að fara inn á síðuna hans...
Gísli - 10/05/08 08:07 #
Þótt þessi slóð vísi á moggablogg á hún heima hérna. http://www.hognason.blog.is/blog/hognason/entry/531997/