Innihaldslaust prestaþvaður
Stundum þegar ég les innihaldslaust prestaþvaður spái ég í því af hverju þeir skrifa það niður.
- Eru prestarnir í raun svona vitlausir?
- Eru þeir að reyna að virðast djúpir og vonast til að lesendur falli í gryfjuna (Nýju fötin keisarans)?
- Ætli þeir séu að reyna að stuða fólk eins og mig, sem veltir þessu fyrir sér?
Uppdiktað prestaþvaður:
Í myrkri djúpsins leynist tómarúm hjartans þar sem við finnum þörf mannsins fyrir eitthvað annað en hið áþreifanlega. Birta vonarinnar bíður handan þess sem heftir okkar innstu þrá... bla bla bla. Þú ert andleg vera og með andlegar þarfir.
Ofsalega er gott að vita af því að við (ríkið) borgum prestum hálfa milljón á mánuði að lágmarki og flestum töluvert meira. Þeim peningum er vel varið ef markmiðið er að gera þjóðina heimskari.
Óli Gneisti - 08/05/08 11:25 #
Þetta minnir mig alltaf á Sfinxinn í Mystery Men.
Mr. Furious: Okay, am I the only one who finds these sayings just a little bit formulaic? "If you want to push something down, you have to pull it up. If you want to go left, you have to go right." It's...
The Sphinx: Your temper is very quick, my friend. But until you learn to master your rage...
Mr. Furious: ...your rage will become your master? That's what you were going to say. Right? Right?
The Sphinx: Not necessarily.
Daníel - 08/05/08 12:56 #
Ætli það sé ekki hægt að búa til forrit sem setur saman svona prestablaður eins og var gert með póst-módernísku heimspekiþvæluna? Kannski fá allir prestar þetta forrit frá Þjóðkirkjunni þegar þeir eru vígðir í embætti og þess vegna eru þessar greinar allar eins?
Þórður Ingvarsson - 08/05/08 19:01 #
Haha! Prestaþjarkur! Það er brilljant hugmynd!
Kristján Hrannar Pálsson - 08/05/08 23:23 #
Nýjustu tvær færslurnar hjá Svavari Alfred eru líka eintóm þvæla. Þetta hljómar næstum eins og klisjukennd stjörnuspá hjá Ellý Ármanns.