Hekk
Klippti hekkið í dag. Byrjaði reyndar á því að leita að hekkklippunum sem reyndust vera hjá foreldrum mínum. Á tímabili var ég farinn að blóta innbrotsþjófum.
Fór með fullt af pokum með garðúrgangi upp að Engjaseli.
Ég var örlítið fyrr á ferðinni heldur en síðasta vor. Ekki er hægt að draga nokkrar ályktanir um veðurfar út frá því hvenær við hefjum garðvinnu. Þetta er bara spurning um að nenna því.