Sjálfsfróun og krabbamein
Fyrst enginn annar ætlar að vísa á þetta er best að ég geri það.
Samkvæmt frétt BBC frá árinu 2003 minnkar sjálfsfróun líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Svo eru til trúarnöttarar sem fordæma rúnk! Biblían bannar það! (tja, Gvuð drepur þig ef sæðið fer til spillis)
Af hverju auglýsir Landlæknir ekki reglulega til að hvetja karlmenn til að rúnka sér?
[vid reddit]
Þórður Ingvarsson - 16/04/08 17:08 #
Hjúsket! Heppinn ég!
Magnús - 16/04/08 17:30 #
Ég held að sæðisfrumnaskortur sé ekki frumorsök þess að heimurinn er ekki fullur af hamingjusömum manneskjum. En ef sátt næst um að fullnýta hverja frumu skal ég svo sem skila mínu.
Hjörvar Pétursson - 16/04/08 18:03 #
Svo má ekki gleyma því að það er vísindalega sannað að sáðlát á 3-5 daga fresti eykur frjósemi karlmanna - þ.e. fjölda sáðfrumna við hvert sáðlát og hreyfigetu þeirra. Þannig að þeir sem eru að reyna að geta börn til að uppfylla jörðina Drottni til dýrðar en geta af einhverjum ástæðum ekki reynt að geta þau oftar en einu sinni í viku (t.d. ef þessir verðandi foreldrar hittast bara um helgar) ættu að líta á það sem guðlega skyldu sína að runka sér reglulega þess á milli - annað gengur klárlega í berhögg við boðið til Adams og Evu í Aldingarðinum. Þannig finnst mér augljóst að líta á það.
Björn Friðgeir - 16/04/08 19:19 #
Ég reyndar missti af því að tengja á þetta þá, en ég tók eftir fréttinni 2003. Frekar en að benda á betri hliðar málsins notaði ég tækifærið til að uppnefna knattspyrnudómara án þess þó að segja það beint út.
Eva - 17/04/08 11:24 #
Ég mæli með samlesnum auglýsingum í RÚV.
-Mundirðu eftir að fróa þér í morgun? Landlæknir.
-Eiginkonur athugið: stöðugt riðlirí getur verndað mennina yðar frá krabbameini. Landlæknir.
Og svo mætti hefja þjóðarátak þar sem fyrirtæki lána slagorðin sín og vekja athygli á sjálfum sér í leiðinni, t.d:
-Runk er gott: Mjólkursamsalan. -Þú runkar ekki eftir á: Sjóvá. -Can´t beat the feeling: Runk.
Sindri Guðjónsson - 18/04/08 06:36 #
Sjálfsfróun er álitin synd eiginlega á þeim forsendum að hún sé svindl. Svo sagði Jesús í fjallræðunni, að hver sem horfir á konu í girndarhug drýgi hór í hjarta sínu. Þegar fólk fróar sér, er það oft gert meðan horft er á þar til gert myndefni, sem snýst um að horfa á konur í girndarhug, ellegar horfa menn á konur í huganum með ímyndunaraflinu, eða jafnvel gera eitthvað meira en bara að horfa. Jafn slæmt auðvitað. Nákvæmar og kristilegar lýsingar hjá mér. Svo er auðvitað ALLT kynlíf sem ekki er framkvæmt í hjónasæng synd - þ.á.m. sjálfsfróun.
Þessi hvítasunnuguðfræði var í boði Sindra en hægt er að fá nákvæmari upplýsingar, og meiri Biblíulegan grundvöll í síma 111-7777. (ég er þreyttur og steiktur og á örugglega eftir að sjá eftir þessu innleggi, þegar ég les það algáður á morgun)
Birgir Baldursson - 18/04/08 16:36 #
Ég verð að játa að ég var búinn að skrifa þessa færslu þegar ég fattaði að fréttin var gömul :-)
Enda varstu örugglega bara að skrifa þetta til að stuða alla þessa teprulegu presta og guðfræðinga sem lesa bloggið þitt. ;)