Forsíðu 24 stunda breytt?
Getur verið að skipt hafi verið um forsíðu föstudags- eða laugardagsblaðs 24 Stunda skömmu áður en blaðið var sent í prentun? Ég heyrði af því að á forsíðu blaðsins hefði átt að vera framhald á umfjöllun um niðurníðslu húsa í miðbænum með mynd af byggingum sem eru í eigu eins ríkasta manns landsins. Sá maður á einnig ákveðna fjölmiðla.
Ég veit ekki hvað er til í þessu - varla myndi almennilegur ritstjóri láta vaða yfir sig með þessum hætti, nema hann sé með hugann við annað ritstjórastarf hjá fjölmiðli í eigu sama auðmanns. Varla myndu blaðamenn láta vaða yfir sig - tja, reyndar er ekki víða hægt að starfa í þessum bransa hér á landi þannig að kannski er ekki sniðugt að rugga bátnum.
Veit einhver meira um þetta mál? Hefur einhver umfjöllun verið um það síðustu daga hvort skipt hafi verið um forsíðu áður en blaðið fór í prentun. Nóg fjalla fjölmiðlar um sjálfa sig, þetta hlyti að teljast fréttnæmt ef satt er. Er þessi saga kannski bara bölvað bull?
Óli Gneisti - 07/04/08 16:36 #
Elli segir að hún sé ekki sönn og því er hún væntanlega ekki sönn.