Örvitinn

Annálistarnir

Djákninn hefur lokað fyrir athugasemdir á bloggsíðu sinni, hann vill ekki að fólk gagnrýni hann. Hinn djákninn er voða hrifinn og talar um að þetta sé áhugaverð tilraun hjá kollega sínum. WEB 1.0 !

Æi, þeir eru kirkjunni sinna til sóma - svona starfar hún. Ekki hlusta á utanaðkomandi raddir, rægjum þá sem gagnrýna og pössum okkur á að stuða ekki biskupinn - það gæti komið sér illa fjárhagslega.

Þetta snýst nefnilega um völd og peninga. "Frjálslyndu guðfræðingarnir" svokölluðu sem eiga að vera mótvægi við "svartstakkana" eru algjörlega lamaðir, svartstakkarnir ráða en hinir þegja og biðja um bittlinga (bílapeninga).

Frjálslyndu guðfræðingarnir eru goðsögn - þeir eru ekki til. Umræða um samkynhneigð og hjónabönd hefur ruglað suma. Þeir sem eru "frjálslyndastir" meðal prestanna í þeim umræðum eru jafnvel öfgafyllstir þegar kemur að því að kristna ung börn, t.d. með trúboði í leik- og grunnskóla - sumir eru framarlega í hópi þeirra sem ljúga opinberlega um þá sem því kristniboði mótmæla.

Ég myndi líka loka fyrir athugasemdir ef ég væri í þessari stöðu. Það er ömurlegt að þurfa að verja vondan málstað.

dylgjublogg
Athugasemdir

Jón Magnús - 11/03/08 15:20 #

Djöfull held ég að það sé ömurlegt að vernda vondann málstað eins og þeir eru að reyna gera. Annáll núna og trú.is fyrir ekki svo löngu síðan.

Það kæmi ekki á óvart að þetta lið hafi virkilega haldið að allir yrðu svo jákvæðir í þeirra garð vegna þess að trúarliðið er svo æðislegt og þeir halda það virkilega að meirihluti Íslendinga sé inn í þessari sömu ranghugmyndabólu og þeir.

En annað kom á daginn og núna er búið að loka fyrir komment, það kemur ekki á óvart. Á maður ekki á fá eitthvað samviskubit við að berja á minnimáttar? Neee, alveg óþarfi þegar það er kirkjan.

Halldór E. - 11/03/08 15:24 #

Fyrir það fyrsta tala ég ekki fyrir hönd kirkjunnar. Ég hef ekki verið starfsmaður eða virkur í kirkjustarfi síðan í desember 2005, eða í rúmlega tvö ár.

Í öðru lagi er opið fyrir hvern sem er að blogga viðbrögð og fá "trackback"-vísun við færslur mínar.

Í þriðja lagi hef ég enga fjárhagslega hagsmuni af því að styggja ekki biskupinn. Ég er ekki háður því að vinna fyrir kirkjuna, og er ekki starfsmaður hennar. Ég er ekki einn af þeim guðfræðingum (og þeir eru því miður til) sem held að kirkjunni myndi farnast betur ef fleiri guðfræðingar ynnu þar eða í skólum landsins. Þvert á móti, ofmetun guðfræðinga á Íslandi sem telja sig hafa rétt á vinnu er að mínu stórt vandamál fyrir kirkjuna.

Í fjórða lagi er ég hvorki frjálslyndur guðfræðingur né svartstakkur enda lít ég svo á svona stimplanir séu ómarktækar eins og þú bendir réttilega á.

Í fimmta lagi er það rétt hjá þér, að það er ömurlegt að vera krafinn um að verja vondan málstað, sér í lagi þegar það er ekki manns eigin málstaður. Þannig hef ég verið krafinn um að verja samband ríkis og kirkju, sem ég er alfarið á móti. Ég hef verið krafinn um að verja tuðið í klerknum á Hofsósi sem heldur einhverju fram sem mér finnst kjaftæði.

Það er rétt hjá þér Matti, hluti ástæðunnar fyrir að loka athugasemdum og bjóða fólki að blogga viðbrögð sín á eigin síðum, er að ég nenni ekki að vera stöðugt krafinn um að verja málstað sem er kjaftæði. Það er ekki eina ástæðan en vissulega spilar hún nokkra rullu.

Halldór E. - 11/03/08 15:36 #

Varðandi athugasemd Jóns Magnúsar er rétt að taka fram að annálasvæðið er bloggsvæði einstaklinga ekki ósvipað blog.is á mbl.

Annálasvæðið er ekki lokað fyrir athugasemdum sem slíkt, heldur hef ég, Halldór E., stundum kallaður djákninn, lokað mínu persónulega svæði fyrir athugasemdum. Hér er ekki um aðgerðir kirkjunnar eða hreyfingar innan kirkjunnar að ræða heldur ákvörðun einstaklings sem býr erlendis og finnst "stundum" gaman að blogga um skoðanir sínar fyrir þá sem hafa áhuga.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 11/03/08 17:07 #

Ég var einmitt að skoða stefnuskrá (*.pdf) Þjóðkirkjunnar fyrir árin 2004-2010 stendur:

Kirkjan sé virk í að nýta nýja upplýsinga- og samskiptatækni til miðlunar og samræðu.

Kirkjan telur greinilega athugasemdir við greinar á trú.is og t.d. spjallborð ekki falla undir þennan flokk, en lokaður póstlisti fyrir presta (sem ónefndur djákni virðist ekki vilja heyra minnst á) á hugsanlega heima hérna.

Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir því að Þjóðkirkjan hefur ekki notað sér þessa tækni er sú að hún vill í raun og veru ekki samræðu. Enda ömurlegt að verja vondan málstað.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 11/03/08 18:20 #

Að gefnu tilefni er rétt að benda á að ég tengdi stefnuskrá Þjóðkirkjunnar ekki á neinn hátt við ákvörðun djáknans um að loka á athugasemdir við bloggið sitt. Ég minntist meira að segja ekkert á þá ákvörðun.

Pétur Björgvin - 11/03/08 19:25 #

Jamm, mér finnst þetta áhugaverð tilraun en um leið skondið hjá þér Matti að tengja áhuga minn á því hvernig einhver annar prufar sig áfram með bloggið sitt því að við séum báðir djáknar. Kannski eru þetta djáknadylgjur (-;

Lárus - 12/03/08 06:54 #

Enginn er nú duglegri að ritskoða Vantrú en Matti sjálfur, svo hann veit hvað hann er að tala um.

Matti - 12/03/08 08:48 #

Þetta eru útúrsnúningar. Lárus veit vel að ég er ekki einráður og stjórna ekki ritstjórnarstefnu Vantrúar - þó það lendi oftast á mér að framfylgja henni.

Matti - 12/03/08 09:30 #

Auk þess er opið fyrir athugasemdir við greinar á Vantrú og að auki heilt spjallborð fyrir þá sem vilja ræða annað en efni greinanna.

Matti - 12/03/08 09:34 #

Í öðru lagi er opið fyrir hvern sem er að blogga viðbrögð og fá "trackback"-vísun við færslur mínar.

Sem útilokar athugasemdir allra þeirra sem ekki eru með bloggsíður.

Annars hef ég ákveðið að styðja þessa þróun annála, skoðanaleysið og lokun athugasemda, með því að hætta að skoða þá síðu.