Ruslathugasemdir
Þessa dagana flæða ruslathugasemdir inn í vantrúarkerfið. U.þ.b. 99.9% af því kemst aldrei inn á vefinn heldur er filterað sjálfkrafa. Verst að það tekur tíma að fara í gegnum allar athugasemdir sem merktar hafa verið rusl til að staðfesta að engar réttmætar athugasemdir hafi ranglega verið merktar (false positives). Það gerist afar sjaldan, helst þegar einhver kommentar í fyrsta sinn og er frá ip-tölu sem er á svörtum lista.
Svo illa vill til að gríðarlegur fjöldi íslenskra ip-talna er á svörtum listum. ADSL notendur Símans fá ekki fasta ip-tölu og því þarf ekki margar notendur með spam-spyware á sínum vélum til að "sýkja" allar þeirra ip-tölur. En svo lengi sem notandi hefur sent athugasemd áður skiptir ekki máli þó ip-talan sé á lista þegar gerð er athugasemd á Vantrú. Póstfang hefur hærri forgang en ip-tala. Eiginlega finnst mér það frekar léleg þjónusta að fólk skuli trekk í trekk fá afhenta ip-tölu sem komin er á svartan lista.
Áðan eyddi ég um þúsund ruslathugasemdum úr vantrúarkerfinu sem safnast hafa þar inn á síðustu tveim dögum, þar af voru allar nema tvær sem voru stoppaðar með sömu filterum [ uk.geocities.com & ca.geocities.com ]. Það er semsagt ekki hægt að gera athugasemd á Vantrú sem vísar á slóð sem inniheldur annað ef þessu.
Við erum tiltölulega heppin hér á Íslandi að geta filterað út ansi marga enska frasa til að grípa ruslkomment. Klámfrasarnir eru að sjálfsögðu flestir teknir fyrir og svo koma aðrir standard frasar þarna inn, eins og t.d. hinn frægði "good site".
Það hlýtur að vera ansi stór hluti sæstrengsins sem fer í að þjóna bottunum sem senda ruslathugasemdir! Hefur slíkt eitthvað verið rannsakað?