Bæjarferð
Eftir að við höfðum spanderað smá pening á bókamarkaði skelltum við okkur í bæinn. Fórum á Thorvaldsen (varúð, tónlist á síðu!) og fengum okkur hádegismat. Ég fékk mér klúbbsamloku, Gyða fékk sér kúskús með grænmeti og stelpurnar fengu sjávarréttasúpu með helling af humar og öðru góðgæti. Fínn matur og við vorum pakksödd eftir máltíðina.
Kíktum í Eymundsson þar sem ég gluggaði í tímarit og svo enduðum við bæjarferðina á því að stelpurnar fengu sér ís, ég var hrikalega vondur við sjálfan mig og fékk mér ekki neitt.
Er að fara að skella mér í fótbolta sem aukamaður í sunnudagsbolta með nokkrum Akureyringum. Þriðji inniboltinn á þremur dögum, ég verð helaumur í fótunum á eftir.
Matti - 09/03/08 18:59 #
Já, þær eru báðar flottar :-)
Móðir mín bjó til húfuna, einnig þessa húfu, og þessa.