Örvitinn

Hvaða slappleiki er þetta eiginlega?

Ég er ennþá drulluslappur, hósta og það lekur úr nefinu á mér. Er samt hitalaus sem er alltaf dálítið svekkjandi við svona aðstæður, slappleika á að fylgja viðurkenning í formi hitahækkunar - þar sem líkaminn reynir að sjóða bakteríur.

Var næstum farinn á læknavaktina í morgun en sleppti því. Mér leiðist dálítið að fara slappur til læknis og fá þær fréttir að ég sé slappur. Ég get sagt mér það sjálfur að þetta batnar á nokkrum dögum. Reyndar reyndi ég að telja mér trú um það á fimmtudaginn síðasta, en nú er þetta allt að skána.

Ég er að elda lambalæri hana konunum mínum. Best að einbeita sér að því verkefni.

heilsa
Athugasemdir

Sirrý - 24/02/08 22:06 #

Það er því miður bara peningasóun að fara til læknis. Maður getu eiginlega bara farið inn rétt lækninum peningin og sagði keyptu þér eitthvað fallegt fyrir þetta og labbað út. En ég vona að þér batni sem fyrst.

Sirrý - 27/02/08 14:53 #

Hvernig er heilsan ?

Matti - 27/02/08 22:10 #

Ég er ekki fullfrískur en samt orðinn nokkuð hress. Skellti mér í innibolta í hádeginu og þraukaði allan tímann.