Guðfræði
Grænsápa er grænsápa þó trúmenn guðfræðinemar vilja kalla hana eitthvað annað.
Kristnir guðfræðinemar eru krútt. Það væri samt krúttlegra ef þetta nám yrði fært úr HÍ og yfir til Þjóðkirkjunnar þar sem prestþjálfunin á heima.
Sindri Guðjónsson - 23/02/08 21:57 #
Ég er sterklega ósammála því að færa guðfræði námið til þjóðkirkjunnar. Æ stærri hluti guðfræinga í heiminum er nú orðið menntaður í "seminaries" sem kristnar kirkjudeildir reka sem prestaskóla. Þetta hefur haft þau áhrif að "guðfræði" (ónákvæmt hugtak, ég er að tala um rannsóknir á Biblíunni, með tilliti til uppruna hennar, sögu, merkingu í sögulegu samhengi o.þ.h.) sem var orðið talsvert veraldlegt fag, verður stöðugt kristilegri með árunum, og slagsíðan er farin að eyðileggja fræðin. Trúmenn víða um heim hötuðu guðfræðideildirnar eins og pestina sjálfa, enda grófu vinnubrögð fræðimanna undan hefðbundnum trúarskoðunum um Biblíuna. Gömlu stóru nöfnin í guðfræðinni voru margir trúleysingjar og svikara í augum réttrúaðra.
Guðfræði hefur hinsvegar færst nær íhaldssömum biblíukristindómi á undanförnum árum - af því að hún hefur víða færst frá veraldlegum háskólum og yfir í prestaskóla. Ég er ekki að tala um einhverja haleljúa Biblíuskóla, heldur akademíska skóla í umsjón fólks með alvöru gráður í prestaskólum hjá "mainstream protestant" kirkjudeildum.
Ég vil taka það fram að ég er enginn sérstakur sérfræðingur, bara áhugamaður, sem horfi á hlutina úr fjarska.