"Fallegur boðskapur"
Hversu bilaður þarf maður að vera til að telja það fallegan boðskap að þeir sem ekki "á hann trúa" frelsist ekki heldur verði þeim"í eld kastað"?
Getur verið að guðfræðinám sé í sumum tilvikum mannskemmandi?
Kristín - 19/02/08 14:38 #
Annað hvort okkar er að misskilja þann sem þú vitnar í. Ég skil þetta ekki sem trú eða ekki trú, frekar sem stríð eða ekki stríð.
Kristín - 19/02/08 20:14 #
En er hann eitthvað að tala um himnana þarna? Ég skildi það ekki þannig þó ég viti alveg að um mjög trúaðan og trúlærðan mann sé að ræða. Kannski hefur þú rétt fyrir þér, en kannski ertu líka að oftúlka. Veit það ekki alveg og nenni eiginlega ómögulega að velta því lengi fyrir mér.
Hjalti Rúnar Ómarsson - 19/02/08 20:27 #
Nú hef ég auðvitað ekki hugmynd um hvern er verið að tala, en þegar hann ræðir um að "henda í eld", þá er ekki verið að ræða um himnaríki.
Matti - 21/02/08 13:28 #
Hér er það: Ljótur boðskapur
Sigga Magg - 23/02/08 17:13 #
Grænsápa er mjög gott hreinsiefni.
G.Helga Ingadóttir - 13/03/08 21:21 #
Trú er í hjartanu, en ekki í hausnum. Trú er ekki hægt að sanna, heldur einungis meðtaka. Trú er sannfæring, í henni er já, enginn efi. Trúin er afl sem virkar, Trúin er ljós í heimi mirkus. Trúin huggar og trúin fer ekki í manngreinarálit. Þú þarft ekki að vera heimspekinigur, ekki vitur að áliti manna, til að meðtaka trú á Skaparann. Trúin er leiðin að Guði. Guð er ekki maður, Guð er Andi. Jesús sagði, "ÉG ER DYRNAR" . Ef Guð ER, hví þá að láta vitsmunahroka hindra sig í að kynnast Guði. Guð Er, hann er fullfær um að mæta hverjum þeim sem ákallar hann og engu skiftir hvort viðkomadi á gott lífshlaup eða slæmt, hvort að viðkomandi telur sig hafa unnið sér inn prik hjá Almættinu eða ekki. Allir eiga sama möguleika á því að meðtaka hans hjálpræði og Helvíti þarf ekki að vera dvalarstaður fyrir einn né neinn, allir hafa val.
Svo eitt að lokum, Afhverju fluttu Grísirnir þrír að heiman? Svar: Af því að mamma þeirra var algjört Svín! ha, ha ha ............
G.Helga Ingadóttir - 13/03/08 21:25 #
Ég blogga á MBL undir trukona.blog.is
Þú ert velkominn í heimsókn á síðuna mína, ég fer ekki í manngreinarálit, ekki frekar en Drottinn.
Guð blessi þig og mæti!