Örvitinn

Róninn

Við fórum út að borða í gær, ætluðum á Galileó en það er búið að loka þeim stað. Enduðum á Rossopommodoro sem er ágætis staður.

Þegar við vorum að rölta inn tók ég eftir afskaplega ölvuðum manni sem var að reyna að komast inn í bíl hinum megin við götuna. Þetta var frekar feitur karl á sextugsaldri. Ég beið og fylgdist með, gaurinn náði ekki að komast inn í bílinn með lykli og reyndi þá við næsta bíl - sem var af sömu tegund en ekki eins á litinn. Á tímabili tók hann upp á því að banka í bílrúðuna á öðrum bílnum þó enginn væri í bílnum. Ég var tilbúinn að hringja á lögregluna.

Þegar ég var við það að hringja hætti hann og rölti í burtu.

Nokkru síðar gekk hann inn á veitingastaðinn og fór að röfla í starfsfólki. Það endaði með því að pizzugaurinn fleygði honum út.

Alltaf gaman að vera fulli kallinn.

dagbók