Heilsumæling
Svona er staðan í dag. Þetta er ekkert til að hrópa húrra fyrir en það er gott að hafa viðmið. Sjáum svo hver staðan verður eftir þrjá mánuði.
Mæling | Niðurstaða | Sem er: |
---|---|---|
Þyngd / BMI | 101,4 33,9 | slæmt |
Fituhlutfall (%) | 27 | slæmt |
Blóðþrýstingur | 105/70 | Gott |
Kólesteról | 4.40 | Gott |
Ummál (mitti) | 109 | Slæmt |
Blóðsykur | 5,5 | Gott |
Annars eru þessar þyngdartölur nákvæmari.
Fyrsta markmið er náttúrulega að léttast og koma mittismáli undir meterinn. Fituhlutfall þarf að lækka en ég spái ekkert í BMI. Þegar ég var rétt rúmlega 82kg og hljóp 6mk á 28.16 í hlaupabretti (sem er ágætt) var ég samt offitusjúklingur skv. BMI - til að teljast í lagi á þeim skala þyrfti ég að vera horaður.
Fór í ræktina í hádeginu, hitaði upp í tíu mínútur og tók svo fótaæfingar, þar með talið afturstig. Fín átök þó ég passaði mig að fara ekki í of miklar þyngdir. Endaði svo á 100 uppstigum og 25 armbeygjum. Svitnaði vel.