Tognun
Mikið óskaplega er ég þreyttur á því að togna í kálfa. Tognaði í boltanum í hádeginu, hélt áfram eins og asni og er því frekar slæmur núna.
Í þetta skipti þarf ég að drífa mig í sjúkraþjálfun og reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig ítrekað.
sirry - 10/01/08 08:48 #
Æji ekki gott að heyra. Um að gera að reyna að koma í vegfyrir þetta. Ertu að teygja nógu vel á kálfanum miðað við hvað hann er slappur ??
Helgi Briem - 12/01/08 12:59 #
Ekki teygja fyrir leik, Matti. Rannsóknir hafa sýnt að teygjur fyrir æfingu auka líkurnar á tognun, en minnka þær ekki eins og þjóðtrú var.
Það eina sem minnkar líkur á vöðvatognun er styrking vöðvanna sem um ræðir.
Teygjur á vöðva eftir að hann hefur verið æfður auka harðsperrur en minnka þær ekki. Ef maður vill teygja vöðva til að auka hreyfigetu hans á að gera það á öðrum tímum.
Upphitun er hins vegar af hinu góða.
Jón Magnús - 14/01/08 09:58 #
Já þetta eru merkilegar fréttir. Kollvarpar fyrri hugmyndum mínum um teygjur. Ég fór að lesa á wiki um þetta eftir að þú sagðir þetta Helgi og þar er vísað í nokkrar rannsóknir svo þú ert ekki alveg í "ruglinu" :)
Ég þarf að athuga þetta og prófa að breyta upphitunar-rútínunni minni.