Örvitinn

Heimskir glæpamenn

Sem betur fer eru íslenskir glæpamenn upp til hópa alveg ótrúlega heimskir.

Mest af þýfinu er komið í leitirnar. Við förum yfir listann á morgun, vonandi er erfðasilfrið þar á meðal. Allt hitt er bara dót.

Nánar um málið síðar.

dagbók
Athugasemdir

Eyjólfur - 31/12/07 17:48 #

Það er talað ættarsilfur, ekki erfðasilfur! En skilst samt.

Matti - 31/12/07 17:52 #

Já, erfðasilfur er augljóslega orðskrípi - en ættarsilfur er eitthvað svo uppskrúfað :-) Þetta eru silfurhnífapör sem við höfum aldrei notað en eigum í kassa og fengum frá ömmu konunnar (sem n.b. enn er á lífi) sem fékk þau í brúðkaupsgjöf á fyrri hluta síðustu aldar.

Björn Friðgeir - 31/12/07 18:01 #

Frábært!! Varð fyrir því í Glasgow að herbergið mitt var hreinsað, ólíkt auðveldara að forðast réttvísina þar og ekkert sá ég aftur. Kannast því aðeins við það sem þið hafið lent í og vonandi að þið losnið sem fyrst við óöryggistilfinningar sem þessu fylgja.

Nanna - 01/01/08 10:28 #

Gott að heyra - og ég vona sannarlega að ættarsilfrið komi í leitirnar. Þetta er þó alvöru ættarsilfur en ekki eins og mitt, sem er ættarsilfur einhverra Englendinga og Frakka sem vildu það ekki og seldu á Ebay.

Og ef þið fáið það aftur, þá verður þetta partur af sögu þess. Hlutir með sögu eru alltaf skemmtilegri en aðrir.