Örvitinn

Stanslaust stuð

Það var ekki á það bætandi en bætum á það samt.

Nú er ég á flóðavaktinni. Er búinn að fara tvisvar út að ausa úr gluggagatinu svo ekki flæði aftur inn í dótaherbergið. Hef reynt að endurbæta fargið mitt með frekar slökum árangri en sjáum hvort þetta dugar eitthvað núna. Fer reglulega með vasaljós að glugganum og athuga hvort það hefur hækkað mikið í vatninu.

Ég gerði ráð fyrir þessu þegar ég kom heim í kvöld og fór út og mokaði snjó. Það dugði skammt.

Hver þarf svefn?

dagbók
Athugasemdir

Sirrý - 30/12/07 11:26 #

Er ekki niðurfall í þessu líka ágæta gluggagati ? Þú verður bara komin í góða þjálfun fyrir gamlárskvöld sem reyndar því miður þú munt líklega líka eyða á flóðavaktinni.

Sirrý

Kalli - 30/12/07 23:57 #

I'm with ya, man. Flæddi yfir alla fjandans íbúðina hjá mér. Búinn að vera á bömmer að skófla upp vatni í mestallan dag. Lagaðist reyndar heilmikið með að elda karrí (Austurlandahraðlestin hvað ;) ) og nokkrum bjórum.

Ég myndi bjóðast til að koma með skammt af karrí handa þér og ausa á meðan þú borðar en þrír bjórar og vinna í fyrramálið, þú veist :)

Spörkum nú í punginn á 2007 og vonum að 2008 verði aðeins betra við okkur.