Óheiðarleiki
Af hverju rembast svona margir við að vera óheiðarlegir í umræðunni um trúboð í skólum? Sama fólk og prédikar um góða breytni og kærleika lýgur og lýgur þegar það þarf að verja sitt. Sannleikurinn skiptir engu máli, spuninn er það sem gildir.
Spunameistarar eru við stjórnvölinn hjá Ríkiskirkjunni. Atvinnulygarar rembast eins og rjúpan við staurinn , "höfum það sem betur hljómar" er kjörorð þeirra. Látum andstæðingana neita því aftur og aftur er mottóið.
Milljónir streyma í gegnum almannatengslafyrirtæki, prestsynir og blaðamenn með prestadrauma vinna skítstörfin.
Svo þykist þetta fólk hafa eitthvað sérstakt siðgæði.
Ragnar - 19/12/07 11:06 #
"Milljónir streyma í gegnum almannatengslafyrirtæki, prestsynir og blaðamenn með prestadrauma vinna skítstörfin."
Jamm, hvernig væri að færa rök fyrir þessu?