Ekki segja neinum...
Hei, ég ætla að segja ykkur dálítið leyndarmál. Ég hef haft hljótt um það síðustu ár og passað að enginn viti af því, en ég er meðlimur í Vantrú. Ekki nóg með það, heldur hef ég síðasta ár verið formaður félagsins. Ég veit að þetta eru fréttir fyrir lesendur þessara síðu og alla þá sem mig umgangast.
Ekki segja neinum, þetta er má ekki fréttast vegna þess að ég skammast mín svo ofsalega fyrir að vera í trúleysingjafélagi.
Af hverju þarf gagnrýnin að vera svona óskaplega heimskuleg?
Þórður Ingvarsson - 19/12/07 00:53 #
Nú er ég sko aldeilis spassi. Ætli ég verði ekki að líta í augun á því súra epli? Öss, þetta kemur einsog kelling úr heiðskíru háalofti!
Jón Magnús - 19/12/07 12:04 #
Það er magnað hvað hann reynir að rembast við að gera eitthvað mál úr þessu. Undirskrift fólk er og verður alltaf í samræmi við það sem það skrifar.
T.d. man ég óljóst (kannski að einhver gæti hjálpað mér að muna það) eftir dæmi þegar maður skrifaði grein í moggann um þjóðfélagsmál út frá sinni eigin pólitísku skoðun en kvittað undir að hann væri formaður einhverja samtaka. En þessi tilteknu samtök voru ekkert með þessa skoðun og því út í hött að hann væri að tjá sig sem formaður samtakana.
Þetta er svipað með Matta og Svan, þeir í þessu tilfelli voru ekki að tjá sig fyrir hönd þeirra samtaka sem þeir eru í forsvari fyrir. Matti var að tjá sig sem foreldri í Seljahverfi en ekki sem formaður Vantrúar. Þessi Hjörtur J. Guðmundsson er svolítið tregur í hausnum ef hann fattar ekki muninn á þessu en hann um það.
Eyvindur Karlsson - 19/12/07 12:48 #
Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð.
Þegar ég var lítill birtust einhver skrif eftir pabba minn í einhverju blaði. Undir stóð: Höfundur er faðir.
Rúnar Helgi Vignisson hefur svo mörg starfsheiti að einhvern tíma lenti hann í stökustu vandræðum með þetta, þegar hann birti eitthvað í Lesbókinni. Þá skrifaði hann undir: Höfundur er manneskja.
Þetta skiptir nákvæmlega engu máli.
Hvernig er það annars... Er Vantrú í mikilli baráttu gegn jólasveinum?
Jón Magnús - 19/12/07 13:46 #
Nákvæmlega engri baráttu gegn jólasveinunum og mun aldrei verða, það get ég fullyrt. Í gær heyrði ég að trúleysingjar væru á móti skötu á Þorláksmessu. Það er víst eigin takmörk fyrir því hve fólk virðist skálda upp til að geta barist á móti okkur.
Matti - 19/12/07 14:09 #
Vantrú er í baráttu gegn jólasveinum eins og Hirti :-)
Annars held ég að ég hafi skrifað einu vantrúargreinina um jólasveina.
Eyvindur Karlsson - 19/12/07 16:25 #
Hehe, mig grunaði nú að engin barátta gegn jólasveinum væri í gangi... Enda væri ég þá núna búinn að kafna úr hlátri og rísa upp frá dauðum bara til að geta kafnað úr hlátri aftur.
Er þessi Hjörtur kannski fjórtándi jólasveinninn? Nöldurseggur?
Matti - 19/12/07 16:43 #
Þessa athugasemd gerði Stefán á síðu Hjartar. Stefán gefur upp póstfangið sg@skeljungur.is. Ágætt að halda aðdáendabréfum til haga hér.
Ha, ha, ha, Matthías Ásgeirsson, svo þú heldur að þú sért voðalega frægur. OK, ef þú ert frægur fyrir eitthvað þá er það að vera óstjórnlega hrokafullur og að fara óskaplega í pirrunar á fólki almennt. Þú ert bara pínulítill karl með mjög svo augljósa minnimáttarkennd sem brýst fram í hrokafullri athyglissýki og ég vona að þú hverfir brátt til fjalla með hinum jólasveinunum, því að þú átt varla heima í mannabyggðum.
Stefán (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:48
Ég þjáist augljóslega af minnimáttarkennd og er óstjórnlega hrokafullur! Gengur það upp?
Eyvindur Karlsson - 20/12/07 11:03 #
Já, reyndar... Þetta tvennt fer margoft saman. Sjáðu Egil Helgason, til dæmis.