Örvitinn

Bjarni Harðarson

Ég vissi ekki að Bjarni Harðarson væri svona mikill sauður en ég veit það núna.

Og vitaskuld er það ekki annað en kúgun þegar hinn stóri meirihluti kristinna manna má ekki viðhalda því hófsama trúboði sem hin ágæta þjóðkirkja hefur iðkað með þjóðinni og í sátt við þjóðina í aldir. Bæði í leikskólum og barnaskólum. #

Hvort mætti með réttu kalla fasisma?

Ég er spámannslega vaxinn og spái því að það verði birt brot úr þessu bloggi Bjarna í Morgunblaðinu á morgun. Ég hef tekið eftir því að ríkiskirkjudeild Morgunblaðsins starfar þannig.

pólitík
Athugasemdir

Steinunn Rögnvaldsdóttir - 13/12/07 09:58 #

Er ekki í lagi með þennan...

Svo ég vitni í Bjarna sjálfan:

"Kúgunin og heimskan sækir að okkur úr ýmsum áttum".

Hárrétt, og hún hefur náð til Bjarna (það var augljóst um leið og hann fór að nota hið stórkostlega orðskrípi "umburðalyndisfasismi")

Lárus Viðar - 13/12/07 18:33 #

Ég upplifi mig dálítið eins og púka á fjósbita þessa dagana. Í hvert sinn sem kristilegir íhaldsmenn byrja að tjá sig um sín hugðarefni í fjölmiðlum þá hlæ ég dátt og fitna kannski örlítið. Vitleysan sem vellur upp úr þeim er ekki kirkju og kristni til framdráttar, þvert á móti.