Leiðari DV í dag
Hefur nokkurn tímann verið skrifaður jafn rætinn leiðari og sá sem Reynir Traustason skrifar í DV í dag?
Ef hann hefði haft fyrir því að lesa eigin blað (meðan það var í vinnslu) hefði hann komist að því að skrif hans byggja á fordómum, tveimur opnum framar er lítil frétt sem leiðréttir megnið af því rugli sem Reynir Traustason byggir leiðara sinn á.
Hefði hann skrifað svona um einhvern annan hóp en trúleysingja er ég nokkuð viss um að allt væri brjálað.
Það lesa ekki margir DV en ég mæli með því að þið kíkið á þennan leiðara. Hann er upplýsandi.
Þórður Ingvarsson - 05/12/07 15:28 #
Ekki er ég vel að mér um störf ritsjóra, en ef mér skjöplast ekki allhrapalega þá felst starfið meðal annars í því að fara gróflega yfir flest það sem skrifað er í blaðið.
Kannski er hann önnum kafinn að skipuleggja næsta kókaínsmygl sitt, og sloppið með það í gegn í þetta sinn, að hann hefur ekki tíma til að sinna þessu djobbi.
Arnold - 05/12/07 15:31 #
Þessi leiðari er ótrúlegur. "Virðing fyrir fólki og trú er mannbætandi og í rauninni það lím sem skilur Íslendinga frá þvi að vera villimenn." Ég vissi þetta ekki, ég þarf greinilega að endurskoða afstöðu mína :)
"Siðblindir mega aldrei leiða okkur á þá leið glötunnar að útrýma því göfugasta sem flylgt hefur þjóðinni síðastliðin þúsund ár." Kirkjan og kristnin það göfugasta síðustu þúsund ár!! Er Reynir geimvera og nýmættur á svæðið? Þekkir hann ekki sögu kristninnar á Íslandi, galdrabrennur o.s.frv. Æ ég er kannski eitthvað að miskilja orðið göfugur ,kannski ég fletti því upp í orðabók.
Þórður Ingvarsson - 05/12/07 15:42 #
Kannski er það bara ég, en mér finnst örla á öfgum í þessum leiðara, svona einsog einhver dæmigerður öfgabloggarinn hafi skrifað þetta.
Reynir (ekki Trausta) - 05/12/07 15:46 #
Reynir er maður sem þorir að segja það sem hann (og lang flestir Íslendingar) er að hugsa. Það eru allir komnir með svo mikið ógeð af öfgunum í þessum tveimur leiðinlegustu þrýstihópum Íslands, vantrúarliðinu og öfgafeministunum, en það þorir bara enginn að segja neitt af ótta við að ganga gegn einhverri pólitískri rétthugsun sem þessir hópar boða.
Ég veit ekki hvor hópurinn er meira þreytandi, vantrúarliðið eða öfgafeministarnir en það eru alla vega allir komnir með ógeð af þeim.
Það besta/versta er samt að báðir þessir hópar eru að skapa sér illvilja í þjóðfélaginu og skaða málstað sinn með ótrúlegum öfgum og því að vita ekki hvenær þau eiga að stoppa... eða a.m.k. taka sér pásu.
Steinunn - 05/12/07 16:27 #
Ef ég hitti Reyni einhvern tíman ætla ég að biðja hann að fara með þjóðsönginn fyrir mig. Öll þrjú erindin, og sjá hvernig hann mun standa sig.
Fyrir utan hvað leiðarinn er rætinn og ofstopafullur í garð trúleysingja og annarra sem ekki ganga eftir línunni í íslenskum þjóðmálum, þá er hann voðalega sundurlaus og glórulaus. "Nauðga lýðveldinu" já það er ekkert annað...
María - 05/12/07 16:32 #
Reynir
Ástæðan fyrir því að almenningsálit á trúleysingjum fer hnignandi þessa dagana er einfaldlega léleg fréttamennska, ef fréttamennsku skyldi kalla. Þú hefur greinilega fallið í þá gryfju að taka fréttum sl. daga sem einhverjum heilögum sannleik. Það sem ég hef lært síðustu daga hins vegar, er að taka fréttum íslenskra fjölmiðla með miklum fyrirvara.
Hjalti Rúnar Ómarsson - 05/12/07 16:44 #
Er hann ekki bara að reyna að ná athygli með þessum pistli? Ég á afskaplega bágt með að trúa því að þetta sé skrifað af alvöru. En ef svo er þá vorkenni ég manninum.
Þórður Ingvarsson - 05/12/07 16:49 #
Það væri nefnilega rosalega sterkur leikur ef þeir aðiljar sem kalla sig fréttamenn mundu stunda einhverja fréttamennsku.
Reynir er þegar búinn að stinga fréttamennskufjöður í sinn hatt eftir að hafa kafað í undirheima fíkniefnaviðskipta, svo hann telur sig kannski ekki þurfa að gera meira.
Eggert - 05/12/07 17:31 #
Er þetta ekki bara það sem á ensku kallast trolling hjá Reyni Trausta?
Eyvindur Karlsson - 05/12/07 18:08 #
Reynir Traustason ætti kannski að ná sér í orðabók og fletta upp ákveðnum hugtökum. Þar á meðal "göfugur" og "siðblindur". Svo ætti hann kannski að íhuga að leggja frá sér pennann og fá sér vinnu sem krefst þess ekki að maður sé hugsandi.
Ég hef jafnan verið manna fyrstur til að gagnrýna það sem mér finnast öfgar innan skrifa bæði Vantrúar og femínista. En að kalla fólk siðblint? Að stimpla alla femínista og trúleysingja sem öfgaseggi?
Eins og ég hef sagt svo oft undanfarið greinir okkur á um margt. En þessi aðför að þér, Matti, og Vantrú í heild í fjölmiðlum undanfarna daga er geysilega ómakleg, og eiginlega alveg fáránleg. Hvernig í ósköpunum getur staðið á því að fólk er svona hrætt við að ræða þetta á málefnalegum grundvelli? Í skólamálunum hafið þið einmitt alla tíð verið einstaklega málefnalegir. Af hverju geta aðrir ekki verið það? Vafalaust er margt sem má rökræða í þessu sambandi, en þess í stað virðast blöðin staðráðin í því að niðurlægja Vantrú og snúa út úr umræðunni. Sem mér finnst afskaplega leiðinlegt. Hvað sem líður skoðunum fólks og viðhorfum í þessu samhengi hljóta lesendur blaðanna að eiga rétt á að heyra allar hliðar málsins, ekki satt?
Ég myndi fara fram á opinbera afsökunarbeiðni frá Reyni Traustasyni. Það er mjög alvarlegt að kalla fólk siðblint í leiðara dagblaðs fyrir það eitt að lýsa skoðunum sínum, og hæfir ekki ritstjóra fjölmiðils.
-DJ- - 05/12/07 18:08 #
Það er allt á villigötum í þessari umræðu. Það má alveg segja að þetta sé afbrigði af smjörklípuaðferðinni, töfra fram með skáldskap skoðanir fyrir hóp manna sem gætu talist öfgakenndar að einhverju leyti, og afvegaleiða þannig umræðu sem var þó heldur betur tímabær.
Almennt séð virðist trúað fólk eiga voðalega erfitt með að skilja það að hægt sé að vera trúlaus. Svo erfitt, að það eiginlega trúir því ekki og fer þess vegna þá leið að reyna að gera trúleysi að einhverju meira en skorti á trú, bara til þess að geta nú sett alla undir sinn hatt, því lífið er svo erfitt ef maður skilur ekki eitthvað.
Þarna er meinið að finna sýnist mér. Það er þessi ægilega þröngsýni, þessi skortur á því að geta sett sig í spor annara sem leiðir til þess að fólk hreinlega skilur ekki af hverju prestar megi nú ekki fara í skólana og tala aðeins við börnin. Hvaða skaða gæti það nú haft í för með sér. Ég held að fólk sé ekkert að grínast með þessa skoðun, það kemst bara ekki framhjá þessari röksemd, hvernig getur það nú skaðað börnin?
Það er kannski einna sorglegast að þeir sem hamra mest á því að nauðsynlegt sé að halda kristilegu siðgæði og umburðarlyndi að börnum skuli svo vera gjörsneyddir öllu slíku sjálfir. Hvar er umburðarlyndið í málflutningi biskups, nú eða í leiðara Reynis? Það er nú ansi djúpt á því allavega.
Hins vegar er staðan núna þannig að þessi umræða er komin út í tóma vitleysu, allir öskra "Öfgar! öfgar!" og þar við situr. Ég sé ekki í hendi mér hvernig menn ætla að koma þessari umræðu í réttan farveg á meðan ástandið er svona. En tilgangi smjörsmurnings er náð í bili, nú keppast allir um að lýsa því yfir hverslags öfgasiðleysis og illmennskuhópur þetta sé, þessir vantrúarseggir.
Ef þú segir eitthvað nógu oft, fer fólk þá ekki að trúa því?
Jú.
Þetta á svo væntanlega bara eftir að versna nema að þið "vantrúarseggir" eða "siðblindir" fulltrúar Siðmenntar fáið tíma í fjölmiðlum til að leiðrétta þessar sögur.
María - 05/12/07 18:20 #
Ég hefði einmitt viljað sjá annaðhvort fulltrúa Siðmenntar eða Matthías, í stað Stefáns Pálssonar í Kastljósviðtalinu á mánudaginn var.
Baldur McQueen - 05/12/07 20:09 #
Ég verð að viðurkenna að eftir viðbrögð samfélagsins síðustu daga og ágætt viðtal við Matthías í Silfrinu um daginn, hefur álit mitt á vantrúarlimum farið vaxandi. Titlingaskíturinn minnkað og hárbeitt samfélagsrýni aukist. Á síðustu dögum hefur minnst af öfgunum komið frá vantrúarlimum - þó mér sé e.t.v. pínulítið illa við að viðurkenna það.
Lítilsháttar skoðun á samskiptum ónefnds wannabe guð/siðfræðings og Matthíasar hefur svo endanlega sannfært mig um mikilvægi samtakanna.
Í bloggi wannabe guð/siðfræðingsins má merkja að þar fer maður sem sannarlega ætlar að skilja rækilega milli starfs og einkalífs. Sem er auðvitað hið besta mál og jafnvel ráðlagt af gáfuðum mönnum sem margt vita.
Wannabe guð/siðfræðingurinn vill sannfæra heiminn um aðdáun sína á sögupersónu sem ku hafa fyrirgefið þeim sem pyntuðu hann og myrtu (a.m.k. tímabundið). Aðdáunin er ekki meiri en svo að hann er ófær um að fyrirgefa Matthíasi leiðinleg mistök sem hann hefur síðan beðist afsökunnar á.
Þessi mistök dregur wannabe guð/siðfræðingurinn upp í sífellu, gefur eitt og annað í skyn og kjammsar á. Hefndarþorstinn óslökkvandi.
Hvernig hljóðar aftur fimmta boðorð djöfladýrkenda?
"Satan represents vengeance instead of turning the other cheek!"
Minntist einhver á úlf í sauðagæru?
Kristinn Snær Agnarsson - 05/12/07 22:28 #
Það er augljóst að fjölmiðlar hafa brugðist hlutverki sínu að öllu leyti á síðustu dögum.
En jú, auðvitað selurðu fleiri blöð með þessari aðferð. Hverjum er ekki skítsama um sannleikann?
Bann á litlu jólum og þjóðsöng er miklu meira spennandi heldur en andstaða við trúboð í skólum.
og hvað gleymist alveg í þessari umræðu?
Börnin.
Eyja - 05/12/07 22:53 #
Ég verð að játa að ég veltist um af hlátri yfir þessum leiðara. Maðurinn skýtur svo langt yfir markið að það er ekki nokkur leið að taka hann alvarlega. Ég veit ekki hvað mér finnst best, þetta með siðblindingjana (spurning um að stofna hagsmunasamtök siðblindra...er einhver með?), þetta með hópinn sem vill afmá kynjamun með því að banna skilgreiningu [sic!] barna á fæðingardeild eða hinn ljúfa rasíska undirtón í líminu sem skilur Íslendinga frá villimönnum (þetta er jú maðurinn sem stofnaði "tímarit fyrir Íslendinga").
Nei, í alvöru, ef einhver les þetta og finnst þetta góð skrif þá er viðkomandi ekki viðbjargandi. Ég fæ ekki séð að þarna sé nokkur skynsemisvottur sem hægt er að höfða til með einhverjum viðræðum. Ég held að svona skrif fjölgi félögum í Vantrú, Siðmennt og Femínistafélaginu.
Birgir Baldursson - 06/12/07 02:05 #
Ég myndi fara fram á opinbera afsökunarbeiðni frá Reyni Traustasyni.
Sem trúleysingja dettur mér ekki slíkt í hug. Það er af og frá að mér hafi eitthvað sárnað þessi málflutningur en með því að krefjast afsökunarbeiðni myndi það líta þannig út.
Ég las þennan leiðara einfaldlega glottandi út í annað. Hverjum er ekki drullusama hvað einhver Reynir Traustason heldur um mína líka? Eina tilfinningin sem vaknaði skilaði sér í þessu glotti.
Matti - 06/12/07 10:26 #
Jónas skrifar um þetta.
Ofstækisleiðari
Aldrei hef ég lesið vitlausari leiðara en vinur minn Reynir Traustason skrifaði í DV í gær. Hann freyðir um "siðblindu" vantrúaðra og talsmanna veraldarhyggju. Hann skrifar um "hættulega óra" og "svívirðilegar" kröfur vantrúaðra. Að svo litlu leyti sem upplýsingar eru í leiðaranum, eru þær allar kolrangar. Siðferði er ekki kristið, það er óháð kristni, á sitt eigið líf. Það er oftast betra hjá trúlausum en trúuðum. Því að í vantrúaða vantar ofstækið, sem er svo ríkt hjá kristnum, samanber leiðara Reynis. Greinin sýnir, hvar menn lenda, þegar þeir rugla saman siðgæði og kristni.
Eyvindur Karlsson - 06/12/07 11:03 #
Birgir: Það er þó gott. Mér datt nú ekki í hug að þér eða öðrum trúleysingjum hefði sárnað þetta sérstaklega. Mér finnst hins vegar í lagi að vekja athygli á því hvað þessi leiðari er mikil dómadagsvitleysa, en vel má vera að það sé ekki rétta leiðin að fara fram á afsökunarbeiðni.
Auðvitað er þetta fyrst og fremst hlægilegt. En því miður sýnir þetta leiðindahugarfar hjá fjölmiðlafólki.
Pottormur - 08/12/07 03:13 #
Ef skorið er aðeins utan af hjá Reyni kallinum, verð ég nú að viður kenna að ég er nokkuð sammála honum, er þó trúlaus ásatrúarmaður(ef það meikar einhver sens). Vestrænt siðferði er mótað af kirkjunni, en eins og annað þarf kristnin að þróast með samfélaginnu. Trúlausum íslendingum sem enn eru skráðir í þjóðkirkjuna og fara bara í kirkju þegar fjölskildan þarf að skíra eða eitthvað er alveg sama um þetta, öðrum trúfélögum virðist vera sama líka. Þetta er barátta KRISTNA og þeirra sem skilgreina sin trúlausa, sem að mínu áliti eru alveg jafn öfgafullir.
Afsakið lesblindunna, hún er bara meðfædd :o)
Sigurður - 08/12/07 07:21 #
Sælir Herramenn...
ég er nú bara að velta fyrir mér hvort Reynir kallinn hafi í raun lesið þennan leiðara sinn sjálfur?
Hann virðist allavega ekki vera mikið fyrir þau gildi sjálfur sem hann telur trú og kirkju standa fyrir "Virðing fyrir fólki og trú er mannbætandi og í rauninni það lím sem skilur Íslendinga frá þvi að vera villimenn." "kirkjan á fullt erindi sem víðast í samfélaginu þótt ekki sé alið á ofsatrú HELDUR UMBURÐARLYNDI OG KÆRLEIKA."
Ég verð nú að segja að Reynir ætti að minnsta kosti að Reyna að lesa hvað hann er að skrifa.
mín afstaða er sú að trúa ekki á hindurvitni, vona að fólk virði það, sé umburðarlynt gagnvart því og sýni bróðurlegan og kristilegan kærleika gagnvart því, þ.e.a.s. þeir sem telja sig kristna. Því þó ég teljist í minnihlutahóp þá hef ég samt rétt á að hafa skoðanir og láta þær í ljós. Að sama skapi átt þú rétt á að vera því ósammála. Ég aftur á móti er umburðarlyndur gagnvart því, virði það, ofstopalaust, og notabene, ég byggi líf mitt ekki á kristnum fræðum. Lestu greininga þina Reynir.
ég vil frekar vera villimaður heldur en líkur þér í hugsun.
Björn Ómarsson - 08/12/07 11:27 #
Ég er ekki fróður um lögfræði, en er þetta ekki alveg örugglega kolólöglegt hjá manninum? Hér á landi ríkir málfrelsi en menn eru líka ábyrgir orða sinna. Hér um árið var ungur rasisti dæmdur fyrir svipaða fordóma og níð í garð blökkumanna, getur e-r lögfróður frætt okkur um hvort þetta sé ekki sambærilegt?
Þessi leiðari sýnir vel hvernig maður Reynir er: hann er lítill maður.
Sigurður J. - 08/12/07 12:53 #
Ég er allgjörlega sammála Reyni í þessum orðum hans og rúmlega það.Hversu lengi ætlum við(trúaðir Íslendingar)að bera umburðalyndi fyrir skoðunum og tali eitraðra tungna trúlausra manna,sem virðast ekkert æðra takmark hafa í sínu lífi en það að drulla yfir sögu og hefðir okkar Íslensku þjóðar og forfeðra með sínum pólitískt "rétthugsandi" geldingahætti.Og Björn Ómarsson ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að líkja "baráttu" ykkar trúleysingja við baráttu blökkumanna!Þetta er ykkar val!
Björn Ómarsson - 08/12/07 14:19 #
Elsku Sigurður J.
Ég er ekki að bera saman neina baráttu við neina aðra baráttu, ég er að bera saman fordómafullt níð eins manns við fordómafullt níð annars. Það myndi aldrei líðast að blökkumenn/samkynhneigðir/ jafnréttissinnar/baráttufólk fyrir auknum rétti feðra o.s.fr. væru kallaðir siðblindingjar og rugludallar. Það er ekki vegna þess að barátta þeirra er svo göfug, sem hún er, heldur vegna þess að svona tala ekki siðaðir menn.
Í seinasta innslagi mínu var ég að velta fyrir mér lögmæti þess að kalla hóp fólks siðblindingja, ekkert annað.
Ég vill samt endilega heyra hvað þú meinar með því að þeir sem berjast gegn skólatrúboði (n.b. ekki það sama og trúarbragðafræðsla) séu að "drulla yfir sögu og hefðir okkar Íslensku þjóðar og forfeðra"? Það er engin aldagömul hefð fyrir skólatrúboði, en það er það eina sem umræðan hefur snúist um undanfarnar vikur (það og að leiðrétta rangfærslur og útúrsnúninga).
Ég er mjög stoltur af minni arfleifð og finnst hart að mér vegið ef ég er sakaður um að vanvirða hana.
Ég mæli með því að þú dragir djúpt andann og teljir upp á tíu áður en þú svarar.
Bestu kveðjur.
Dísa - 08/12/07 15:15 #
Ég er ekki kristin, og held bara trúlaus. En ég reyni að bera virðingu fyrir trúarbrögðum og trúleysingjum, svo lengi sem þeir eru ekki að reyna að troða trú sinni eða trúleysi uppá aðra. Ég skil ekki afhverju fólk vill breyta svona mörgu gömlu og góðu í samfélaginu, einsog lofsönginum, hvaða máli skiptir það þótt það sé minnst á Guð í honum, ég held að meirihluti Íslendinga séu trúlausir hvort eðer. og svo las ég eitt blogg þar sem eitthver öfga femínisti vildi breyta gamalli Íslenskri þjóðsögu, sögunni um jólasveinana. hún vildi fá kvennmanns jólasvein ! ég held að flestir séu sammála um að því verði aldrei breytt. Afhverju ættum við þá að breyta lofsöng Íslendinga.
p.s Mér finnst þetta samt ekki fallega sagt hjá honum Reyni í leiðara sínum
Sigurður J. - 08/12/07 16:19 #
Kæri Björn(þessu var ekki beint eingöngu að þér) Það sem ég átti við var ekki það að þið berðust gegn skólatrúboði sem mér er nokk sama um(byrjaði sjálfur ekki að trúa á Guð fyrr en á seinni árum). Það sem ég á við eru þessir öfgahópar sem öllu vilja breyta svo að það sé in sync við þeirra dauðhreinsuðu sýn á heiminum. Heimurinn er ekki fullkominn og enginn sem býr hann.En Guð er það samkvæmt þeim sem kjósa að trúa á hann.Og það geri ég,það er mitt val. Þess vegna er ég hjartanlega á móti því að breyta Íslenska þjóðsöngnum sem a.m.m. er sá allra fallegasti sem til er.Og að breyta Íslenska fánanum af því það er kross í honum,hvað er að fólki?Mér þykir vænt um Íslenska fánann og þjóðsönginn og yrði sjálfsagt flokkaður sem þjóðernissinnaður rasisti af e-m hópum fyrir það eitt. Er búinn að fá mig fullsaddan af e-u svona bulli hvðan sem það kemur.Eigum við ekki bara að hafa e-ð svart flagg sem fána og e-ð rapplag sem þjóðlag,klæðast öll silfurlituðum pokasamfestingum,raka öll hár,vinna öll í bönkum og tilbiðja gullkreditkortin okkar?
Hafsteinn - 08/12/07 17:07 #
Hvað sem manni kann að finnast um Vantrú eða þeirra skoðanir á trú og kirkju, þá á jafnfurðuleg gagnrýni og sú sem Reynir setur þarna fram ekki heima í leiðara eins helsta tímarits landsins - í besta falli á moggablogginu.
"Það er áríðandi að almenningur stöðvi framrás guðlausra og siðblindra."
Ég held það sé þörf á að staldra við svona fullyrðingar - er hann að hvetja til herskárra aðgerða, eða hvað gengur honum til? Þetta eru allavega í besta falli vafasöm efnistök, í versta falli hatrömm.
Amma Fífí - 08/12/07 19:02 #
Ég sé nú bara ekkert athugavert í þessum leiðara Reynis Traustasonar. Þetta er allt meira og minna satt það sem hann segir, Trúleysingjarnir SÖGÐU jú að þeir vildu breyta þjóðsöngnum vegna þess að orðið guð leynist þar, þeir SÖGÐU jú að þeir vildu breyta þjóðfánanum vegna þess að það er krosstákn í honum og þeir HAFA jú farið mikinn í þjóðfélaginu undanfarið vælandi yfir að kirkjan eigi ekkert erindi í skólunum og fleira í þessum dúr, semsagt röflandi og grenjandi yfir að kirkjan eigi ekki að koma helst nálægt neinu og ekki skipta sér af. Það eru nokkrar rauðsokkur úr röðum "femínista" sem hafa verið fjandi háværar undanfarið og það er jú frá þeim komið að vilja hætta skilgreiningu á ungbörnum á fæðingadeildum, og líka reyndar aðrar fáránlega öfgatillögur einsog td ein að breyta jólasveinum í jólasveinkur og fleira til!!
hvað er þetta annað en öfgar???? Vantrú og þessir svokölluðu femínistar eru ekkert annað en því sem næst GEÐSJÚKT ÖFGAHYSKI vægt til orða tekið!!
Þessi vantrú hópur er mesti bókstafstrúarhópur sem þetta land byggir, algjörir talíbanar og það sem þeir vilja gera sannar það alveg!! jú!! breytum þjóðsöng og fánanum vegna þess að okkur örfáu "fjölmiðla-þyrstu" lúðunum í Vantrú finnst þeir móðgandi.... ég segi nú bara einsog einn hérna að ofan.. HVAÐ ER AÐ FÓLKI?? held persónulega að þeir séu bara að reyna troða sér í sviðsljósið með þessu því þetta eru jú svo öfga-fáránlegar og heimskulegar hugmyndir að enginn heilvita maður myndi hvorki láta sér detta slíkt í hug og hvað þá láta þetta bögga sig!!! Femínistarnir, jafnrétti er gott og göfugt mál og allir ættu að geta verið sammála um það.. en það sem þær standa fyrir eða öllu heldur (þessar nokkru öfgakerlingar) er komið svo langt út fyrir það og svo langt útí hróa að þær eru löngu hættar að geta kennt sig við femínisma, skildara nasisma ef eitthvað er.. "femi-nazis"
til að gera langa sögu stutta!! Leiðarinn hans Reynis er alveg dagsannur og það sem hann leggur til og bendir á er alveg hárrétt!!
Andrés - 08/12/07 22:33 #
Þið svokallaðir trúleysingjar eruð ekkert trúlausir. Þið eruð bara ofdekraðir Íslendingar sem elskið ykkar eigið ógeð meira en nokkuð annað. Hvert orð sem Reynir ritaði er satt og rétt. Eða hvað er göfugra í Íslensku samfélagi en kristin trú.
Mummi - 09/12/07 00:56 #
Vantrú hefur nú ekki samt kallað neinn sem er andstæðrar skoðunar "geðsjúkt öfgahyski". Þeir vilja bara ekki að kirkjan sé með trúboð inni í leik- og grunnskólum í krafti stærðar sinnar. Þetta er náttúrulega heiftarleg frekja, að vilja ráða trúaruppeldi barna sinna, en svona er það.
Auðvitað veit ég að það er til of mikils mælst að fólk hugsi aðeins áður en það skrifar, en sama hvort menn eru sammála málflutningi Vantrúar eða ekki er nú hollt að rifja upp hvað Talibanar gerðu áður en maður líkir fólki við þá.
Og ef maður er kristinn er helvíti góð regla sem Jesús kallinn heyrði um og gerði að sinni: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Með öðrum orðum, ef þið viljið kristið trúboð inn í skólana þá...?
Kristinn Snær Agnarsson - 09/12/07 02:36 #
hvergi verð ég í þessari umræðu var við meira hatur heldur en hjá þeim sem telja sig kristna einstaklinga. Þetta þykir mér furðulegt.
Er hegðunin hjá sumu af þessu fólki eitthvað tengt því að það er trúað?
Spyr sá sem ekki veit.