Örvitinn

Góður laugardagur

Laugardagur var góður dagur.

Ég og stelpurnar skelltum okkur í smiðjuna til pabba og breyttum veggfestingunni (pólskur járnsmiður sá um verkið), nú hallar sjónvarpið fram eins og það á að gera. Kíkti svo í bæinn til að skoða bænagöngu, fórum á kaffihúsið í Eymundsson eftir göngu og rákumst þar á Auði, Benna og Guðmund. Komum við á bókasafninu rétt fyrir lokun, skiluðum bókum og borguðum sekt. Ég fór þvínæst á hverfispöbbinn og glápti á Liverpool leik.

Jón Magnús bauð svo vantrúarsinnum í teiti á laugardagskvöld. Nokkuð hefur fjölgað í félaginu síðustu vikur og það var gaman að sjá ný andlit. Stemmingin var góð, veitingarnar frábærar og vínið virkaði! Sverrir kom með stjörnusjónauka þannig að það var boðið upp á stjörnuskoðun í þessu teiti.

Það reyndist ekki auðvelt að fá leigubíla en við skiluðum okkur heim um fjögur minnir mig.

Þrátt fyrir hressilega ölvun slapp ég að mestu við þynnku í gær.

dagbók