Örvitinn

Þegar Stefán Einar bauðst til að...

Þættinum hefur borist bréf frá lögfræðingi Stefáns Einars:

Sæll Matthías.

Til mín hefur leitað Stefán Einar Stefánsson vegna skrifa þinna á heimasíðu þína, www.orvitinn.com.

Í stuttu máli sagt þá krefst umbj. minn þess að þér fjarlægið nú þegar og eigi síðar en fyrir kl. 13.oo í dag 5. nóvember 2007 færslu um sig, http://www.orvitinn.com/2007/11/06/09.50/.

Í færslu yðar, sem er með miklum ólíkindum, felast ærumeiðingar, aðdróttanir og uppspuni af verstu sort. Það er engum vafa undirorpið að tilgangur yðar með skrifunum er að meiða æru umbj. míns og það mun hann ekki líða. Það er ekki svo að skrif á netinu varði ekki við lög eins og skrif í prentuðum miðlum. Verði færslan ekki fjarlægð fyrir ofangreindan tíma mun umbj. minn höfða mál gegn yður til ómerkingar ummælana, greiðslu miskabóta ásamt sektargreiðslu enda getur engin setið undir þvílíkum svívirðingum og birtast í skrifum yðar.

Virðingarfyllst,
Bjarki Már Baxter, lögfræðingur
_______________
Málþing ehf.
Ingólfsstræti 3
101 Reykjavík
Sími: 561-8200
Fax: 561-8201

Ég verð að sjálfsögðu við svo ljúfri beiðni. Þeir sem vilja lesa skrifin umdeildu geta haft samband við mig persónulega.

dylgjublogg klám skáldskapur
Athugasemdir

Jón Magnús - 06/11/07 11:45 #

Þetta sýnir bara að þú ert meiri maður en hann Stefán sem skrifaði rætin skrif um hann Teit og neitar að fjarlægja þau þrátt fyrir að beiðni þar um.

Þetta sýnir einnig að hann Stefán er algjörlega húmorslaus þar sem þessi færsla var rækilega merkt sem skáldskapur og uppspuni.

Skrítið samt að fá bréf frá lögfræðinema sem titlar sig lögfræðing.

Erlendur - 06/11/07 12:49 #

Jón, mér sýnist að hann sé útskrifaður. Þó að það hafi verið núna í sumar.

Jón Magnús - 06/11/07 12:55 #

Jæja, þá óska ég honum bara til hamingju og bið hann að breyta lýsingunni á sjálfum sér á blogginu sínu en þar fékk ég þessar upplýsingar.

Freyr - 07/11/07 08:44 #

"...un umbj. minn höfða mál gegn yður til ómerkingar ummælana..."

Vill hann geri þau ummæli að þetta sé skáldskapur ómerkt??

D.Crane - 12/11/07 08:38 #

greinilega nýútskrifaður - þar sem hann þérar og þúar bæði.