Var að uppfæra í MT 4.1 - allt virðist enn virka. Viðmótið er töluvert breytt en venst eflaust.
Sýnist rebuild virka beint en í fyrri uppfærslum hef ég þurft að breyta smá kóða til að fá það til að virka hjá mér.
Tuttugu mínútum síðar
Tja, virkar kannski ekki fullkomlega, færslan birtist ekki í fyrstu tilraun. Ég virðist ekki geta birt færslu úr entry glugganum en þetta virkar úr preview!
Ég hafði ekki einu sinni pælt í að þú notaðir MT. Er létt að uppfæra vef sem maður hefur sniðið að eigin þörfum í MT? Það er nefnilega það sem mér finnst verst við WordPress og þegar ég bý til næsta vef fyrir mig ætla ég að skoða aðra möguleika og MT verður að vera með þá.
Við skulum sjá hvort ég fæ 4.1 til að virka almennilega áður en ég mæli með því :-)
En hingað til hefur MT hentað vel fyrir mig og template kerfið þeirra er nokkuð öflugt, sýnist 4.1 bjóða upp á nokkra nýja fítusa sem ég saknaði, eins og t.d. höfundayfirlit.
Það er nú húmor í því að þú skulir gefa færslunni þessa skemmtilegu yfirskrift, því að einmitt í dag var jú MT 4.1 uppfært í öðru samhengi, reyndar allt upp í MT 28.20 ásamt jú ... (-;
Enn ein. Þetta er afskaplega undarlegt, ég get ekki birt nýjar færslur ef LaunchBackgroundTasks er 1, en athugasemdir voru farnar að virka fínt með því.
Þarf að skoða kóðann betur. Helst þyrfti ég að uppfæra stýrikerfi og gagnagrunn vélarinnar til að fá þetta allt almennilega í lag.