Ég skráði mig á Facebook til að geta skoðað vísun á Vantrú af einni slíkri síðu (jamm, ég fylgist dálítið með því hverjir vísa á þessar síður). Hef örlítið verið að kíkja á þennan vef en fatta fyrirbærið ekki alveg - eflaust vegna þess hve andfélagslegur ég er :-)
Már - 17/10/07 09:22 #
hehehe... ég ákvað sjálfur núna á föstudaginn að skrá mig og skoða hvað þetta væri sem konan er búin að vera föst inn á í meira en ár. Satt best að segja fatta ég það ekki heldur. En í blindri trú á að opinberunin sé bara rétt handan við næsta "friend-request", þá held ég áfram að bíta fólk vampírubitum, taka þátt í skoðanakönnunum og spurningalistum, etc... ...Ég er farinn að eldast.
Kalli - 17/10/07 14:58 #
Ég held ég hafi skilið það en ég nenni ekki að logga mig inn lengur. Einhvern daginn vantar mig kannski social networking síðu til að koma sjálfum mér á framfæri en þá vil ég eitthvað mun betra en Facebook og hvað þá MySpace.
Að mínu viti er einfaldara betra. Engin svona social síða/Webb túpauntó jafnast á við Twitter.
Einar - 25/10/07 09:05 #
Hér má sjá hversu hátt svona social network eru metin