Afi lenti í slysi
Þórður afi minn lenti í alvarlegu slysi í gær - varð undir lyftara!
Fætur fóru víst ansi illa, hann lærbrotnaði á öðrum fæti og holdið tættist verulega. Hann var í aðgerð frá fimm í gær til eitt í nótt og það á víst eftir að gera meira.
Ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist, en skilst á mömmu að hann hafi verið að stússast í lyftaranum sjálfur - það þurfti víst að lyfta þessum lyftara af honum með öðrum stærri.
Athugasemdir
Sirry - 25/08/07 16:31 #
Úfff en hræðilegt að heyra. Vona að þetta fari allt vel og afi þinn verði fljótur að ná sér.
Pétur Björgvin - 25/08/07 17:51 #
Þetta er leitt að heyra. Vona að aðgerðirnar hafi allar gengið vel og að hann nái fullum bata. Kveðja að norðan.
Sirrý - 26/08/07 20:39 #
hvernig heilsast honum í dag ?
Sirrý - 29/08/07 18:46 #
Hefur eitthvað komið meira í ljós með hann Afa þinn ? Hræðilegt að lenda í svona slysi.