Örvitinn

Kvöldmatur og bíó

Við hjónin fórum út að borða í gærkvöldi í tilefni dagsins. Skelltum okkur á Austur Indía félagið og fengum yndislegan mat eins og alltaf. Ég er á því að Khajur lamb sé einhver allra besti réttur í heimi.

Fórum svo í bíó og sáum Bourne supremacy. Það er ágæt afþreying - ekkert meira.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 23/08/07 20:57 #

Oh.. ég sakna Austur Indía... Til hamingju annars!

Eygló T. - 23/08/07 22:37 #

Þið hefðuð frekar átt að fara á Shortbus. Og já, til hamingju með gærdaginn :)

Sirrý - 23/08/07 23:22 #

Og varstu svo ekki eins og leir í höndunum á henni Gyðu ? Ég þarf að prufa þennan rétt næst þegar ég fer þangað

Lárus Viðar - 24/08/07 21:44 #

Ertu viss um að þú hafir ekki séð The Bourne Ultimatum?

Matti - 24/08/07 22:13 #

Jú, auðvitað var það hún :-)

Segir kannski ýmislegt að ég mundi ekki einu sinni hvað myndin heitir.