Helgin framundan
Annað kvöld verður kvenfélagsfundur haldinn í Bakkaselinu. Ætlunin er að elda góðan mat og sulla örlítið í áfengi. Reyndar er ég ekki alveg búinn að ákveða matseðilinn, ætlaði að bjóða upp á gæsalifrarmousse (foi gras) í forrétt en það er spurning hvort þessir villimenn kunna að meta slíkt :-) Eflaust verða einhverjar grillaðar steikur í aðalrétt, sjáum til hvað ég sé í kjötborðinu á eftir.
Stelpurnar stinga af í bústað og ég verð því einn heima um helgina. Er að spá í að undirbúa matarboðið í kvöld og gera eitthvað álíka gáfulegt, t.d. þarf ég að þrífa grillið.
Eiki kemur í bæinn af þessu tilefni. Ég bauð honum að gista hjá mér, ætla svo að fá far með honum upp í bústað á sunnudag.
Mikið hlakka ég til að hitta drengina.
Jamm, svo var ég að dunda mér við að taka sjálfsmynd þegar mér leiddist í vikunni.