Smátt og tíkarlegt
Ef það er eitthvað sem mér finnst verulega smátt og tíkarlegt þá er það að blogga, hafa rosa sterkar skoðanir, en eyða svo óþægilegum athugasemdum...
Mín umorðun á skrifum Egils Helgasonar.
Eggert - 23/07/07 11:41 #
Ég held að Pétur hafi verið að vísa í upprunaleg skrif Egils, en hann er að agnúast út í fólk sem skrifar nafnlaust.
Joel Spolsky bloggar annars um athugasemdir á bloggfærslur og nafnlaus skrif í nýlegum pistli - hann bendir á að hvort um sig geti dregið umræðuna niður á einhvers konar drulluplan.
Hins vegar dettur manni helst í hug hroki þegar fólk eyðir athugasemdum sem koma við kaunin á því, bara af því það getur það.
Pétur Björgvin - 25/07/07 00:24 #
...átti nú bara við að ef fólk eyðir athugasemdum þá er það minnsta sem fólk getur gert að gera grein fyrir máli sínu og kvitta fyrir það.