Örvitinn

Smátt og tíkarlegt

Ef það er eitthvað sem mér finnst verulega smátt og tíkarlegt þá er það að blogga, hafa rosa sterkar skoðanir, en eyða svo óþægilegum athugasemdum...

Mín umorðun á skrifum Egils Helgasonar.

dylgjublogg
Athugasemdir

Pétur Björgvin - 23/07/07 00:27 #

...án þess að gera grein fyrir máli sínu undir nafni!

?

Matti - 23/07/07 09:05 #

Skil ekki alveg athugasemdina, allar athugasemdir sem Egill eyddi voru skrifaðar undir fullu (réttu) nafni.

Eggert - 23/07/07 11:41 #

Ég held að Pétur hafi verið að vísa í upprunaleg skrif Egils, en hann er að agnúast út í fólk sem skrifar nafnlaust.
Joel Spolsky bloggar annars um athugasemdir á bloggfærslur og nafnlaus skrif í nýlegum pistli - hann bendir á að hvort um sig geti dregið umræðuna niður á einhvers konar drulluplan.
Hins vegar dettur manni helst í hug hroki þegar fólk eyðir athugasemdum sem koma við kaunin á því, bara af því það getur það.

Matti - 23/07/07 11:43 #

Jamm, ég var búinn að lesa þetta hjá Joel Spolsky og umræðurnar á spjallinu hjá honum. Margt umhugsunarvert þar.

Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af nafnlausum bloggum og athugasemdum, en svo lengi sem skrifin eru þokkalega málefnaleg er mér sama.

Pétur Björgvin - 25/07/07 00:24 #

...átti nú bara við að ef fólk eyðir athugasemdum þá er það minnsta sem fólk getur gert að gera grein fyrir máli sínu og kvitta fyrir það.