Örvitinn

Velkominn til Íslands

Ég skaust upp í 365 miðla og skilaði afruglaranum. Ekki skiluðu þau innágreiðslunni minni þrátt fyrir að ég hefði sagt upp áskrift símleiðis með nægum fyrirvara. Semsagt, þar sem ég skilaði ekki afruglaranum tímanlega tóku þau við greiðslunni þrátt fyrir að ég hefði sagt upp áskriftinni.

Lítil rödd í hausnum á mér sagði: „Velkominn til Íslands“

Ég kom við í Ríkinu, keypti eina ódýra hvítvín (keyptum bara dýrt léttvín í Fríhöfninni) til að nota í (og með) risotto kvöldsins. Keypti líka kippu af Stella bjór í flösku. Þetta kostaði rúmlega tvöþúsund krónur.

„Velkominn til Íslands“

Fór í Nettó til að versla í matinn. Fór úr búðinni án þess að versla nokkuð þar sem það voru ekki til nein arborio hrísgrjón eða önnur til að elda risotto.

„Velkominn til Íslands“

Fór í Smáralind, byrjaði í Nóatúni. Þar var ekki til nein fersk basilika. Ég fór út án þess að kaupa neitt.

„Velkominn til Íslands“

Endaði í Hagkaup og fékk þar allt sem mig vantaði. Ódýrasti bakkinn af kjúklingalundum kostaði rúmar tólf hundruð krónur. Helmingurinn af því hefði dugað mér í risotto sem ég ætla að elda.

„Velkominn til Íslands“

Mér líður eins og gaurnum í Iceland Express auglýsingunum myndi alltaf líða væri hann alvöru.

dagbók
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 06/07/07 18:22 #

Fór í Nettó til að versla í matinn. Fór úr búðinni án þess að versla nokkuð þar sem það voru ekki til nein arborio hrísgrjón eða önnur til að elda risotto.

Einmitt!

Matti - 06/07/07 18:24 #

Ég passaði mig á því að skoða hvorki osta- né kjötborðin - ætla að koma mér til landsins í áföngum :-)

Saevar - 07/07/07 21:02 #

Úff, thú aettir ad prófa thetta hér í Sudur-Ameríku. Í Argentínu fór ég á eitt fínasta veitingahúsid í Buenos Aires, topp thjónusta og allt saman, miklu betra en ég hef upplifad á Íslandi. Ég fékk mér alvoru Argentínska nautasteik í adalrétt og kaerastan mín ostafylltan kjúkling. Med thessu fylgdi gott medlaeti. Vid fengum okkur svo hvítvín med matnum og frábaeran ís í eftirrétt.

Reikningurinn hljódadi upp á 3000 kr med thjónustu og ollum drykkjum! Thetta var líka besta nautasteik sem ég hef fengid, thurfti varla ad skera hana.

Af hverju búum vid á Íslandi?

Kv. frá San Pedro de Atacama í Chile Saevar

Matti - 09/07/07 00:58 #

Hafðu það gott í Argentínu Sævar. Þetta verðlag sem þú nefnir er náttúrulega alveg út úr korti. Það var ekki svona ódýrt á veitingastöðunum í Frakklandi, þó það væri nokkuð ódýrara en hér heima.

Eyja - 09/07/07 23:20 #

Hehe. Þú veist að þú ert komin(n) til Íslands þegar...þú þarft að troðast gegnum þvögu við búð til þess að ná í farangurinn þinn. Nei í alvöru, er til eitthvað jafn smekklaust og að vera með búðarkassa nánast ofan í farangursfæribandinu? Aldrei mun ég láta sjást til mín versla í þessari búllu.

Matti - 10/07/07 09:33 #

Ég kaupi alltaf tollinn minn, þrjár léttvínsflöskur fyrir hvort okkar.

Það er rétt, þetta er ekkert svakalega smekkleg uppsetning á þessari verslun / farangursfæribandi.

Nú er bara bannað að koma með léttvín í handfarangri og við tökum ekki sénsinn á að pakka slíkum flöskum í ferðatöskur.

Annars var þetta allt frekar rólegt þegar við komum heim, lítið að gera í búðinni og allir aðrir búnir að sækja sínar töskur þegar ég týndi okkar af færibandinu.

Eggert - 10/07/07 10:45 #

Það er ekkert mál að setja léttvín í ferðatöskur. Peysur o.þ.h. henta mjög vel til að dempa þær af. Ef þú passar bara að þær séu ekki í hálftómri tösku að skella saman eru litlar líkur á því að þær brotni.
Reyndar er hagkvæmara að setja t.d. viskí í ferðatöskurnar, minna magn sem maður má koma með (ef maður borgar fyrir yfirvigt er sparnaðurinn fljótur að fuðra upp), og viskíflöskur koma yfirleitt í kössum sem einfaldar það töluvert að skorða þær af.

Matti - 10/07/07 11:18 #

Ég verð að játa að ég klikkaði alveg á því að kaupa viskí í þessari ferð - og vískilagerinn minn að tæmast. Ég þarf að skella mér aftur til útlanda :-)

Við höfum ekki þorað að taka sénsinn á að rauðvínsflaska brotni í farangurstösku, jafnvel þó líkurnar séu litlar. Maður hefur stundum heyrt að flugvallarstarfsmenn séu ekkert rosalega mjúkhentir!

Jón Magnús - 10/07/07 12:20 #

Ég hef ekki gert mikið að því að kaupa tollinn í fríhöfninni. Ég hef aðallega komið með hann með því að setja 6 flöskur í kassa, teipa vel, merkja brothætt og check-a hann inn sem brothætt. Hefur gengið fínt eftir að þeir hættu að leyfa manni að taka vökva inn í vélarnar. Tókum þetta alltaf inn í handfarangur fyrir það.

Eggert - 10/07/07 13:29 #

Ég hef það fyrir satt að í Frakklandi sé hægt að fá maltviskí ódýrar en víða annarsstaðar. Sá flösku af 10 ára gömlu Laphroaig í Carrefour á 20 evrur eða svo í desember sl.
En nei, amatör-vín-snobbarinn ég varð að kaupa rauðvín fyrir jólin í staðinn.