Egill Helgason og 365
Ég hef ekki nennt að tjá mig um þetta mál, en hér eru fáeinir punktar.
- Var Egill ekki bara að grínast? Var hann ekki bara að "stríða" Ara Edwald þegar hann samþykkti samninginn í tölvupósti? (Hann sagði í tölvupósti til mín að hann hefði bara verið að stríða okkur Vantrúarsinnum þegar við gagnrýndum skrif hans um okkur)
- Hvenær varð Egill Helgason bloggari? (Egill byrjaði að skrifa á netið löngu áður en bloggið var fundið upp - eða svo sagði hann)
- Getur hann ekki bara eytt óþægilegum tölvupóstum Ara Edwald? Það hefur virkað á bloggsíðu hans. (æi, stundum er bara betra að eyða kommentum í stað þess að svara þeim)
- Er milljón á mánuði ekki þokkaleg laun fyrir einn sjónvarpsþátt í viku?
- Getur verið að Egill Helgason sé ofmetinn?