Örvitinn

Kolla hjólar

Kolla náði tökum á þessu í gær og hjólaði fram og til baka á göngustíg fyrir neðan húsin á móti okkar.

Það er gaman að geta og hún hjólaði þarna ein í meira en klukkutíma, ótal ferðir fram og til baka.

fjölskyldan
Athugasemdir

Þorkell - 30/05/07 15:08 #

Það er einhver sjarmör yfir þessu myndbandi. Minnir á myndir Lumière bræðra (sem eru meðal fystu kvikmynda sem gerðar voru) en þar var kvikmyndavélin föst á einum stað með það að markmiði að festa hreyfingu á filmu.

Matti - 30/05/07 16:00 #

Þú segir nokkuð. Ég sé bara dóttur mína svífa áfram á reiðhjóli :-) En þegar þú segir það, þá tekur maður eftir því skemmtilega það virkar að hafa sjónarhornið fast - en hana hjólandi frá og að myndavél.

Gyða þarf greinilega að stúdera kvikmyndatækni, hún hefur þetta í sér :-)