Örvitinn

Diggbloggarar

Mér finnst íslenskum "diggbloggurum" hafa fjölgað töluvert undanfarið.

Hér á ég við bloggara sem birta bloggfærslur sem eru afrit af einhverju sem digg/slashdot/metafilter og aðrir álíka vefir birta.

Þessir bloggarar geta aldrei nær heimilda heldur birta færsluna eins og hún sé þeirra hugmynd. Ef maður fylgist dálítið með síðunum sem ég taldi upp hér að ofan þekkir maður bróðurpart af bloggfærslum sumra bloggara. Einhverjir þeirra fá bloggfærslunar sendar í pósti aðrir rekast á þetta hér og þar á netinu og afrita.

Æi, mér finnst bara kjánalegt að sjá sömu bloggfærslurnar úti um allan bæ! Getur ekki einhver haldið námskeið í vísunum og tilvitnunum.

vefmál
Athugasemdir

Gummi Jóh - 29/05/07 16:27 #

Hjartanlega sammála. Það er nóg að setja lítið via digg, via metafilter og þá er málið afgreitt.

Blogg er auðvitað ekkert nema loggur yfir hugrenningar um það sem maður sér á netinu og hvað er í gangi. Formið akkúrat snýst um þetta en ekki bara að vera frumlegastur.

Kristín - 29/05/07 17:16 #

Hannes Hólmsteinn hlýtur að vera orðinn fær í tilvitnunum og reglum í sambandi við þær, hann gæti kannski kennt kúrsinn?

Matti - 29/05/07 18:34 #

Það er einmitt málið, það þarf að kenna fólki að gera via Sigga eða bara "ég sá þetta hjá Sigga".

Hannes Hólmsteinn er a.m.k. afar fær í copy/paste - hann gæti tekið undirbúningskúrsinn.