Brauð ársins og nokkrir molar
Nokkrir bakarar dreifðu Brauði ársins í Smáralind á laugardaginn. Við þáðum eitt stykki og átum með bestu lyst. Brauð ársins er ansi gott.
Ég kláraði að lesa Grimmsævintýri fyrir stelpurnar í kvöld. Hef lesið bókina fyrir þær til skiptir síðustu mánuði og því hef ég lesið flestar sögurnar tvisvar í þessari atrennu. Las síðustu söguna um þjónana sex fyrir þær saman í kvöld. Við höfum haft gaman að sögunum og hneykslumst mikið á kalrrembunni þar sem prinsessur giftast prinsum sem þær hafa þekkt í hálfan dag og svo er sífellt verið að gera einhverja vonbiðla höfðinu styttri, það fannst okkur óþarfi.
Gyða fór á foreldrafund í Ölduselskóla í kvöld. Ég svæfði stelpurnar og steinsofnaði með Kollu.
Við horfðum á Babel á föstudagskvöld, mér fannst hún ansi góð. Samt ekkert stórkostleg.
Inga María fór á leiksýningu í Seljakirkju í dag með leikskólanum. Þau horfðu á brúðuleikrit, sungu lög (þ.m.t. Jesús er besti vinur barnanna) og fóru með bænir. Auk þess kynnti presturinn sumarnámskeið kirkjunnar í leiðinni. Æi, hvað get ég sagt.