Örvitinn

Ég var dálítið þunnur í gær

Ég, Davíð og Regin drukkum dálítið öl á laugardagskvöldið. Hófum kvöldið í pool, borðuðum á Rosso pommodoro þar sem ég fékk ágætt pasta og fórum svo á pöbbarölt - sátum lengst á Vínbarnum.

Ég var semsagt örlítið þunnur í gær. Til að fagna því kíkti fjölskyldan í Kringluna, skelltum stelpunum í barnapössun og Gyða fór að leita sér að gallabuxum. Hún var ráðagóð og skyldi veskið eftir heima, ég þurfti því að bíða í hálftíma í Gallabuxnabúðinni meðan hún mátaði. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt.

Kolla spilaði fótbolta í Fífunni seinnipartinn. Það gekk vel hjá henni, gaman að sjá hvað henni fer fram í fótbolta.

Tveir dagar í úrslitaleik Meistaradeildar. Treyjunum hefur fjölgað í vinnunni og það er ekki laust við að ég sé með hugann við leikinn.

dagbók