- Á föstudag fór ég í Kringluna, var þar í alltof langan tíma meðan Kolla var í afmælisveislu í Ævintýralandi (eða hvað það nú heitir). Hitti Sigurbjörn frænda minn í anddyrinu á annarri hæð þegar ég kom inn eftir að hafa tekið nokkrar myndir af bílum og umferð, ræddi við hann í dágóða stund og fékk fréttir. Var annars bara í bókabúðunum og gluggaði í tímarit. Mér líkar illa við Kringluna, finnst vont að vera þar inni.
- Á laugardag borðuðum við kvöldmat á Icelandic fish & chips. Urðum fyrir töluverðum vonbrigðum. Kartöflurnar voru þó góðar.
- Nokkrir Vantrúarsinnar komu í sunnudagsbrunch. Ég eldaði pizzur en nennti ekki að gera eggjaköku í þetta skipti. Mætingar var frekar dræm en umræður góðar eins og alltaf.
- Síðasti laugardagsboltinn var í gær. Þá er að verða tímabært að byrja aftur í miðvikudagsboltanum, a.m.k. þegar hann byrjar úti.
- Tók myndir af Ingu Maríu í stofunni [1, 2, 3]. Átta mig ekki alveg á því hvað veldur brúnu flekkjunum, hvort það var lýsingin (dagsbirta frá 3 gluggum), linsan eða eitthvað allt annað.
- Síðasta vetur voru allir ofnar í húsinu kaldir þar til við fengum pípara. Undanfarið hefur stóri ofninn í stofunni verið sjóðandi heitur. Ég þurfti að færa hilluna í stofunni svo ég kæmist að með skrúfjárn til að loka fyrir inntakið. Nú er líft í stofunni.
- Ég vann í garðinum, en ég var búinn að segja frá því.